Ekki er skortur á kappleikjum í handboltanum í dag. Valur og ÍBV leika á heimavelli í síðari umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki. FH leikur utan lands í sömu keppni. Áfram heldur íslenska landsliðið þátttöku á heimsmeistaramótinu með leik við Ólympíumeistara...
Stiven Tobar Valencia skoraði fimm mörk í sex skotum þegar Benfica lagði Póvoa AC Bodegão á heimavelli í 14. umferð 1. deild portúgalska handknattleiksins í gær. Benfica situr sem fastast í þriðja sæti deildarinnar eftir sem áður. Sporting og Porto...
Án Elvars Arnar Jónssonar steinlá MT Melsungen í kvöld í heimsókn til Flens-Arena í kvöld. Flensburg liðið hafði mikla yfirburði í 40 mínútur og vann með 10 marka mun, 34:24, eftir að hafa verið yfir, 18:14, að loknum fyrri...
„Það getur varla gerst mikið stærra fyrir okkur en að mæta Ólympíumeisturum Frakka á heimsmeistaramóti. Þetta er stórstjörnulið með frábæra og reynda leikmenn í bland við yngri leikmenn sem eru ekkert síðri,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir leikreyndasti leikmaður kvennalandsliðsins...
Handknattleiksmaðurinn Geir Guðmundsson tognaði á kálfa snemma í viðureign Hauka og Fram í Olísdeild karla í handknattleik og kom ekkert meira við sögu. Hann sagði við handbolta.is í gærkvöld að útlit væri fyrir að tognunin væri það slæm að...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í landsliðshópinn til þátttöku á Evrópumeistaramótinu EM 2024 sem haldið verður í Þýskalandi í janúar. Fyrsti leikur Íslands verður 12. janúar.
Leikmönnum er...
Sunna Jónsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik lék sinn 80. landsleik í DNB Arena í Stafangri í fyrsta leik landsliðsins á HM í 12 í ár. Sunna lék fyrst með landsliðinu á stórmóti fyrir 13 árum, á EM 2010...
Díana Guðjónsdóttir handknattleiksþjálfari hjá Haukum og fyrrverandi landsliðskona veltir fyrir sér frammistöðu kvennalandsliðsins í fyrsta leiknum á HM í handknattleik. Eftir kaflaskipta frammistöðu þá tapaði íslenska liðið leiknum, 30:24. Hvað fannst Díönu ganga vel og hvað illa? Hún sendi...
„Það sem við buðum upp á í kvöld var öllum til skammar, málið er ekki flóknara en það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir 10 marka tap Hauka fyrir Fram á Ásvöllum,...
Haukar töpuðu í kvöld sínum fjórða leik í röð í Olísdeild karla þegar liðið tapaði fyrir Fram með 10 marka mun, 33:23, í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Framarar voru mikið sterkari frá upphafi til enda. Þeir léku...
Ólympíumeistarar Frakka sluppu með skrekkinn gegn Angóla í síðari viðureigninni í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Stavanger í kvöld. Liðin eru með íslenska landsliðinu í riðli. Frakkar mörðu sigur, 30:29, en leikmenn Angóla áttu stangarskot á síðustu sekúndu...
„Ég er ógeðslega svekkt eftir leikinn því mér fannst við spila ótrúlega vel á köflum en því miður þá töpuðum við þessu sjálfar með lélegum feilum," sagði Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is í eftir sex marka tap...
„Ég er svekkt með úrslitin og þá staðreynd að við vorum sjálfum okkur verstar meðal annars með mjög slæmri byrjun á leiknum,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik fyrirliði í samtali við handbolta.is eftir tap, 30:24, fyrir Slóvenum í...
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir Slóvenum með sex marka mun í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í DNB Arena í Stafangri í kvöld. Slóvenar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13, eftir að hafa...
Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins og einn allra fremsti og sigursælasti handknattleiksmaður Íslands laðaði svo sannarlega að sér framtíð íslensks handknattleiks þegar hann kom til Akureyrar í gær og lék með liði sínu FH gegn KA í Olísdeild karla....