Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og samherjar hennar í EH Aalborg unnu Ejstrup/Hærvejen, 38:31, í næst efstu deild danska handknattleiksins í dag. EH Aalborg hefur þar með 20 stig að loknum 10 leikjum og er efst í deildinni þegar hlé...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sex mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hennar, Skara HF, vann stórsigur á Lugi, 36:24, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Lundi, heimavelli Lugi. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og...
Landsliðskonan úr Haukum, Elín Klara Þorkelsdóttir, tognaði á ökkla á æfingu á dögunum og hefur síðan ekkert æft með liði sínu og var ekki með Haukum í kvöld í viðureign við Aftureldingu í Olísdeild kvenna. Eftir því sem...
FH, KA og Valur bættust í kvöld í hóp þeirra liða sem komin eru í átta liða úrslit Poweradebikarkeppni karla í handknattleik. FH lagði ÍR með 13 marka mun í Skógarseli, 38:25, KA vann Fjölni í Fjölnishöllinni, 27:23, og...
Haukar verma toppsæti Olísdeildar kvenna það sem eftir lifir ársins eftir sigur á Aftureldingu í síðasta leik ársins að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 26:22. Haukar hafa þar með 18 stig að loknum 10 leikjum eins og Valur en...
Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson leggja land undir fót eftir helgina og leggja leið sína til Logrono á Spáni. Þar suður frá bíður þeirra það verkefni að dæma viðureign BM Logrono La Rioja og serbneska liðsins...
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Nordsjælland hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og liðsmönnum Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 34:24. Leikurinn fór fram í Holstebro. Nordsjælland hefur þar með komið sér upp í 10. sæti deildarinnar með 10...
FH náði fram ákveðnum hefndum á HK í kvöld þegar liðin mættust í upphafsleik áttundu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Á dögunum sló HK liðsmenn FH út í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í jöfnum og spennandi leik. Leikmenn FH...
ÍR-ingar kvöddu neðstu liðin þrjú í Olísdeild kvenna í kvöld með góðum sigri á KA/Þór í KA-heimilinu í kvöld 22:19 í síðasta leik liðanna í deildinni á árinu. ÍR hefur þar með 10 stig eftir níu leiki og er...
Landsliðsmarkvörður Tékka, Tomas Mrkva, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska meistaraliðið THW Kiel. Nýi samningurinn gildir fram á mitt árið 2025. Mrkva, sem valinn var handknattleiksmaður ársins 2023 í Tékklandi, kom til Kiel frá Bergischer HC sumarið 2022.
Sænski...
Norska meistaraliðið Kolstad með Sigvalda Björn Guðjónsson landsliðsmann innanborðs fór á kostum og skoraði 22 mörk í síðari hálfleik á heimavelli í kvöld. Markasúpan lagði grunn að fimm marka sigri á franska stórliðinu PSG, 36:31, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu...
Einar Sverrisson og Jón Þórarinn Þorsteinsson sáu til þess Selfoss slapp inn í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld eftir að liðið steig krappan dans gegn Þór í Höllinni á Akureyri. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu...
Stjarnan varð fyrst til að innsigla sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Stjarnan vann öruggan sigur á Víði, 33:16, í íþróttahúsinu í Garði í kvöld. Níu marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:9.Stjarnan...
Ennþá er möguleiki á að tryggja sér aðgöngumiða með milligöngu HSÍ á leiki íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Fyrsti leikurinn fer fram 30. nóvember í Stavangri eins og hinar tvær viðureignirnar í riðlakeppni mótsins.
Í tilkynningu frá HSÍ...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður átti stórleik með EH Aalborg í gærkvöld og var valin besti maður vallarins þegar EH Aalborg vann AGF Håndbold, 33:24, í Nørresundby Idrætscenter í Álaborg. Því miður kemur ekki fram á heimasíðu félagsins hversu mörg...