Daníel Freyr Andrésson átti stór leik í marki Lemvig-Thyborøn í fyrsta leik liðsins við Team Sydhavsøerne í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann varði 12 skot, 50%, þann tíma sem hann stóð í...
Hæfileikamótun HSÍ fyrir krakka fædda 2009 fór fram í fjórða sinn á þessu tímabili í Kaplakrika um síðustu helgi. Að þessu sinni voru 110 krakkar boðaðir til þátttöku í æfingum yfir helgina frá 19 félögum.
Börn frá Víði Garði voru...
Bjarki Már Elísson var næst markahæstur hjá Telekom Veszprém í gær þegar liðið vann Kolmó, 39:32, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már skoraði átta mörk. Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur með 10 mörk. Telekom Veszprém...
U17 ára landslið karla í handknattleik mun standa í ströngu í sumar. Framundan er þátttaka í tveimur alþjóðlegum mótum. Fyrra mótið verður Opna Evrópumótið sem fram fer í Partille í Svíþjóð frá 3. til 7. júlí, samhliða hinu sívinsæla...
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafa valið hóp stúlkna til æfinga hjá U16 ára landsliðinu helgina 26. – 28. maí. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar verða kynntir á Sportabler á næstu dögum.Nánari upplýsingar veita...
Thea Imani Sturludóttir meiddist á ökkla á æfingu Valsliðsins á fimmtudagskvöld og fór ekki með Val til Vestmannaeyja í gær í fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Óvíst er hvort hún verður með í öðrum leik Vals...
Fyrsti úrslitaleikur Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld var aldrei sá spennuleikur sem vonir einhverra stóðu til. Fyrir utan fimm fyrstu mínúturnar voru yfirburðir Valskvenna miklir. Þær unnu mjög öruggan sigur, 30:23, eftir...
Grótta hefur krækt í tvo leikmennn frá Fram til þess að styrkja sveit sína fyrir átökin í Grill 66-deildinni á næsta keppnistímabili. Um er að ræða Daðeyju Ástu Hálfdánsdóttur og Tinnu Valgerði Gísladóttur. Sú síðarnefnda þekkir hvern krók á...
Dómarar leiks Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hafa dregið til baka rauða spjaldið sem þeir gáfu Ihor Kopyshynskyi leikmanni Aftureldingar á síðustu sekúndum leiksins að Varmá í gærkvöld. Þeir viðurkenna mistök, segja ákvörðunina hafa verið...
Keppnistímabilinu er lokið hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni leikstjórnanda þýska meistaraliðsins SC Magdeburg og landsliðsmanni. Komið er í ljós að meiðslin sem hann varð fyrir í viðureign SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í fyrrakvöld...
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson varð Noregsmeistari í handknattleik í 3. flokki um síðustu helgi með IL ROS sem er samstarfsfélag og ungmennalið Drammen. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það vinnur meistaratitilinn í 3. aldursflokki pilta. Ísak...
Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skrifað undir nýjan samning við svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen til næstu fjögurra ára, eða til loka leiktíðarinnar vorið 2027. Félagið tilkynnti þetta í kvöld. Nokkur félög voru með Óðin Þór undir smásjánni.
Óðinn Þór gekk...
Haukar eru komnir með yfirhöndina í undanúrslitarimmunni við Aftureldingu eftir eins marks sigur, 31:30, í framlengdum þriðja leik liðanna á Varmá í kvöld. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Stundum þarf ekki að leika...
Litháísku handboltahjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé leika ekki áfram með liðum Selfoss á næsta keppnistímabili eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Eftir því sem næst verður komist fluttu þau af landi brott í morgun og hafa ákveðið að...
„Mér er eiginlega orðavant eftir þetta allt saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari kvennaliðs ÍR í handknattleik í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gær eftir að ÍR vann Selfoss, 30:27, í oddaleik í úrslitum umspils um...