Dómarar leiks Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hafa dregið til baka rauða spjaldið sem þeir gáfu Ihor Kopyshynskyi leikmanni Aftureldingar á síðustu sekúndum leiksins að Varmá í gærkvöld. Þeir viðurkenna mistök, segja ákvörðunina hafa verið...
Keppnistímabilinu er lokið hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni leikstjórnanda þýska meistaraliðsins SC Magdeburg og landsliðsmanni. Komið er í ljós að meiðslin sem hann varð fyrir í viðureign SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í fyrrakvöld...
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson varð Noregsmeistari í handknattleik í 3. flokki um síðustu helgi með IL ROS sem er samstarfsfélag og ungmennalið Drammen. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það vinnur meistaratitilinn í 3. aldursflokki pilta. Ísak...
Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skrifað undir nýjan samning við svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen til næstu fjögurra ára, eða til loka leiktíðarinnar vorið 2027. Félagið tilkynnti þetta í kvöld. Nokkur félög voru með Óðin Þór undir smásjánni.
Óðinn Þór gekk...
Haukar eru komnir með yfirhöndina í undanúrslitarimmunni við Aftureldingu eftir eins marks sigur, 31:30, í framlengdum þriðja leik liðanna á Varmá í kvöld. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Stundum þarf ekki að leika...
Litháísku handboltahjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé leika ekki áfram með liðum Selfoss á næsta keppnistímabili eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Eftir því sem næst verður komist fluttu þau af landi brott í morgun og hafa ákveðið að...
„Mér er eiginlega orðavant eftir þetta allt saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari kvennaliðs ÍR í handknattleik í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gær eftir að ÍR vann Selfoss, 30:27, í oddaleik í úrslitum umspils um...
„Þetta er hreint ótrúlegt. Ég trúi þessu hreinlega ekki. Ég er að fara spila í Olísdeildinni aftur,“ sagði Karen Tinna Demian leikmaður ÍR eldhress í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gær eftir að ÍR hafði unnið...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum standa vel að vígi eftir að hafa unnið Nærbø, 23:22, á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Simon Mizera, markvörður Elverum, kom í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór af leikvelli meiddur á ökkla rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik í gær í leik SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum...
ÍBV leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla eftir að hafa unnið FH í þrígang í undanúrslitum. Þriðji og síðasti sigurinn varð raunin í kvöld í Kaplakrika í framlengdum háspennuleik, 31:29. Jóhannes Berg Andrason tryggði FH-ingum framlengingu þegar...
Nær öllum að óvörum vann ÍR lið Selfoss í oddaleik umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni í kvöld, 30:27, og tekur þar með sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Þetta eru án efa ein óvæntustu úrslit í íslenskum...
Þriðja stórmótið í röð dróst íslenska landsliðið í riðil með Ungverjum þegar dregið var í riðla Evrópumóts karla í handknattleik í Düsseldorf í dag. Ísland verður í sannkölluðum austur-Evrópuriðli á mótinu því auk Ungverja verða Serbar og Svartfellingar andstæðingar...
Hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal og flytur til Noregs í sumar. Fréttavefur allra Akureyringa, Akureyri.net, segir frá þessu samkvæmt heimildum í dag.
Á dögunum sagði Handbolti.is frá því að hornamaðurinn eldfljóti ætlaði að söðla um...
„Við förum reynslunni ríkari út úr þessu tímabili með frábæran hóp og frábært lið,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hennar tapaði eftir framlengdan oddaleik fyrir ÍBV, 27:23 í Vestmannaeyjum. Haukar féllu þar...