Hákon Daði Styrmisson leikmaður Gummersbach gerir sér góðar vonir um að fá grænt ljós til þess að mega æfa á fullu á nýjan leik með samherjum sínum eftir eina til tvær vikur. Eyjamaðurinn staðfesti þetta í skilaboðum til handbolta.is...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö mörk í gær þegar Önnereds vann Kristianstad HK, 35:19, í annarri umferð áttunda riðils sænsku bikarkeppninnar í handknattleik. Önnereds hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og á sæti í 16-liða úrslitum víst eftir sigurinn...
Gummersbach er komið áfram í aðra umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik eftir sex marka sigur Konstanz, 35:29, á útivelli í kvöld. Konstanz er í annarri deild en Gummersbach tekur sæti í 1. deild við upphaf leiktíðar um næstu helgi.
Eyjamaðurinn...
Sigvaldi Björn Guðjónsson fór á kostum og skoraði 10 mörk þegar Kolstad vann Íslendingauppgjörið við Drammen í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í Þrándheimi í dag, 28:26. Fleiri íslenskir handknattleiksmenn komu við sögu í leiknum.
Janus Daði Smárason var næstur á...
Í dag 27. ágúst 2022 eru liðin 50 ár frá því að handknattleikslandsliðið tók þátt í setningarathöfn Ólympíuleikana í München 1972, með því að ganga inn á Ólympíuleikvanginn. Geir Hallsteinsson var fánaberi íslenska hópsins, sem var fjölmennur. Þátttakendur, þjálfarar,...
Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar.
Dönsku...
FH vann öruggan sigur á Haukum í síðasta leik Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Þar með varð ljóst að Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið að...
Samkvæmt frétt á vefútgáfu sænska Aftonbladet hefur annar af tveimur efnilegustu handknattleiksmönnum Færeyinga um þessar mundir, Elias Ellefsen á Skipagøtu, samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Ellefsen er samningsbundinn Sävehof í Svíþjóð fram á...
Matas Pranckevicius, 24 ára markvörður frá Litáen, kemur til landsins á sunnudaginn og verður til reynslu hjá Haukum fram á fimmtudag með samning í huga. Aron Kristjánsson íþróttastjóri Hauka staðfesti komu Pranckevicius í samtali við handbolta.is í morgun.
Pranckevicius, sem...
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann...
Stjarnan fór með sigur úr býtum í UMSK-mótinu í handknattleik kvenna en liðið lék sinn þriðja og síðasta leik í kvöld og vann hann eins og tvo þá fyrri á mótinu. Stjarnan lauk þar með keppni með fullu húsi...
Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september...
Guðjón Björnsson lét nýverið af störfum sem formaður handknattleiksdeildar HK eftir tveggja ára setu á stóli formanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HK í gær. Áður hafði Guðjón verðið formaður barna- og unglingaráðs um þriggja ára skeið...
Aron Pálmarsson lék afar vel fyrir dönsku bikarmeistarana í Aalborg Håndbold í kvöld þegar liðið vann meistara GOG, 36:31, í meistarakeppninni í danska handknattleiknum. Viðureignin markar upphaf keppnistímabilsins en keppni hefst í úrvalsdeildinni um mánaðarmótin. Aalborg Håndbold hefur hér...
Stjarnan stendur vel að vígi á UMSK-móti kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt HK í kvöld með þriggja marka mun í annarri umferð mótsins, 32:29. Leikurinn fór fram í Kórnum.
Stjarnan hefur þar með tvo vinninga eftir að loknum...