Fyrsti úrslitaleikurinn í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á milli HK og ÍR fer fram eftir viku í Kórnum í Kópavogi, heimavelli HK. Vinna þarf þrjá leiki og komi til fimmta leiksins verður hann háður föstudaginn 20. maí...
Valur og Selfoss hefja leik í kvöld í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Liðin ríða á vaðið í Origohöllinni og gefa dómarar leiksins merki um að leggja af stað klukkan 19.30.
Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals unnu Fram örugglega í...
Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk, þar af sex úr vítaköstum, þegar Stuttgart vann mikilvægan sigur á Leipzig á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, 29:25. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Stuttgart sem...
HK leikur til úrslita um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik við ÍR. HK vann Gróttu öðru sinni í undanúrslitum í kvöld, 25:19 í Kórnum, og samanlagt 56:40, í tveimur viðureignum.
Fyrr í kvöld lagði ÍR lið FH í annað...
ÍR leikur til úrslita í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt FH í tvígang í undanúrslitum. Síðari leikurinn var í kvöld í Kaplakrika og vann ÍR með fimm marka mun, 25:20, og samanlagt...
Útlendu handknattleiksmennirnir Tomislav Jagurinoski og Josip Kezic leika ekki með Þór Akureyri í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Þór greindi frá því í gær að þeir hafi yfirgefið félagið og séu ekki væntanlegir til baka á næsta keppnistímabili.
Norður Makedóníumaðurinn Jagurinoski...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk fyrir PAUC í gærkvöld þegar liðið vann Nantes með eins marks mun, 26:25, á heimavelli í Nantes í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC er þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Nantes.Díana...
ÍR-ingar hófu umspilið um sæti í Olísdeild karla í handknattleik af miklum móð í dag þegar þeir kjöldrógu Fjölnismenn, 36:24, í Austurbergi í fyrstu viðureign liðanna. Næst leiða liðin saman hesta sína á mánudagskvöld í Dalhúsum, heimavelli Fjölnis. Liðið...
ÍBV tryggði sér oddaleik á heimavelli á þriðjudaginn með afar öruggum sigri á Stjörnunni, 33:24, í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í dag. Hvort lið hefur þar með einn vinning og úrslit leiksins...
Ályktun um þjóðarhöll var samþykkt á 65. ársþingi HSÍ sem haldið var í Valsheimilinu í dag. Í henni eru stjórnvöld, ríki og Reykjavíkurborg hvött til að ljúka samningum nú þegar um byggingu þjóðarhallar, hætta störukeppni varðandi kostnaðarskiptingu og...
65.ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda fyrr í dag. 76 manns sátu þingið, þar af 50 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum.
Velta HSÍ á árinu var tæpar 319 milljónir kr. en tap á rekstri sambandsins var 5,8 milljónir....
„Við búum okkur undir jafnt einvígi sem reikna má með að fari í fimm leiki,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR en liðsmenn hans hefja í dag úrslitarimmu við Fjölni um sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Fyrsta...
Áfram heldur úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍBV sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ klukkan 16. Stjarnan vann öruggan sex marka sigur í fyrsta leiknum í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 28:22, og endurtaki hún leikinn á heimavelli...
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce þegar það vann MKS Zagłębie Lubin með átta marka mun á útivelli, 32:24, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Þetta var 24. sigur Łomża Vive Kielce í...
ÍR marði FH, 28:27, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í kvöld en leikið var í Austurbergi. FH átti þess kost að jafna metin undir lokin en tókst óhönduglega til með síðustu...