Leikmenn Gróttu hófu keppnistímabilið í Olísdeildinni á sama hátt og þeir gerðu fyrir ári, þ.e. næstum því með jafntefli gegn liðinu sem flestir spá að standi upp sem sigurvegari í deildinni næsta vor. Í fyrra voru það leikmenn Hauka...
KA-menn sýndu nýliðum HK enga miskunn í Kórnum í kvöld í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir fögnuðu góðum sigri, 28:25, eftir að hafa verið mest níu mörkum yfir, 27:18, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Nýliðunum tókst...
Rúnar Kárason gerði gæfumuninn í Víkinni í kvöld þegar ÍBV sótti nýliða Víkinga heim og unnu með þriggja marka mun, 30:27, í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá skaut Rúnar Víkinga í kaf í...
Tomas Axner, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið afar sterkan hóp leikmanna til þess að búa sig undir og mæta landsliðum Íslands og Tyrklands í tveimur fyrstu umferðum undankeppni Evrópumótsins í byrjun næsta mánaðar.Af 15 leikmönnum sem...
Talsvert hefur verið um félagaskipti til og frá liðum í Olísdeild karla á síðustu vikum. Í tilefni þess að flautað verður til leiks í Olísdeildinni í kvöld er hér fyrir neðan tæpt á því helsta:Rúnar Kárason til ÍBV frá...
Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með þremur leikjum, í Kórnum, Víkinni og í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Áfram verður leikið í deildinni annað kvöld og á laugardaginn. Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna á...
Steinunn Hansdóttir og samherjar í Skandeborg Håndbold unnu sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld þegar þær lögðu København Håndbold, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Um var að ræða fyrsta sigur Skandeborg-liðsins í deildinni í fjórum...
Díana Dögg Magnúsdóttir átti annan stórleik á nokkrum dögum með liði sínu BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1.deildinni í handknattleik í kvöld þótt það hafi ekki dugað til sigurs gegn meisturum Borussia Dortmund á heimavelli, 34:26.Díana Dögg var í...
Igor Mrsulja, nýr leikmaður Gróttu, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar hefja keppnistímabilið í Olísdeildinni í leikbanni.Mrsulja var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Patrekur fékk eins leiks bann og verður fjarri góðu...
Niðurstaða af spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild kvenna og Grill 66-deild kvenna sem kynnt var á blaðamannafundi í hádeginu í dag.Spáin fyrir Olís deild kvenna:Fram 127 stig.Valur 126 stig.KA/Þór 118 stig.Stjarnan 99 stig.ÍBV 82 stig.HK 50 stig.Haukar...
Niðurstaða af spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild karla og Grill 66-deild karla sem kynnt var á blaðamannafundi í hádeginu í dag.Olísdeild karla:Valur 348 stig.Haukar 333 stig.ÍBV 273 stig.FH 258 stig.Stjarnan 246 stig.KA 209 stig.Afturelding 189 stig.Selfoss...
Örvhenta skyttan efnilega, Tinna Sigurrós Traustadóttir, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.Tinna Sigurrós, sem er aðeins 17 ára, var máttarstólpi í ungu Selfossliði í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili og var m.a. markahæsti leikmaður liðsins.Tinna Sigurrós fór á kostum...
Nýliðar Grill66-deildar karla í handknattleik, Kórdrengir, hafa samið við þrjá nýja leikmenn á síðustu dögum fyrir átökin sem framundan eru á Íslandsmótinu. Í gærkvöld staðfesti Matthías Daðason með undirskrift sinni að hann leikur með liði Kórdrengja næstu tvö ár....
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar lið hans SönderjyskE vann Skjern, 33:24, í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Skjern. Sveinn tók vel á því í varnarleik SönderjyskE liðsins og var m.a....
Það verður uppgjör á milli Reykjavíkurliðanna Vals og ríkjandi bikarmeistara Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum fimmtudaginn 30. september. Dregið var í kvöld eftir að undanúrslitaleikjunum lauk.Í hinni viðureign undanúrslitannna leiða saman hesta...