Gefin hefur verið út leikjadagskrá fyrir átta liða úrslit Olísdeildar karla í handknattleik. Fyrstu leikirnir verða í Vestmannaeyjum og í Origohöll Valsara sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Daginn eftir hefjast hin tvö einvígin í Hafnarfirði.
Vinna þarf tvo leiki í átta...
Valur varð í kvöld deildarmeistari í Olísdeild karla eftir stórsigur á Selfossi, 38:26, í Sethöllinni á Selfossi.
Fram náði áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina með þriggja marka sigri á Aftureldingu, 26:23, á Varmá. Afturelding er þar með komin...
„Okkur hefur gengið ofsalega vel og við erum mjög stolt af árangrinum,“ sagði Svavar Vignisson þjálfari Selfossliðsins sem vann Grill66-deild kvenna og fékk sigurlaun sín afhent í dag að loknum síðasta leiknum í deildinni. Selfoss leikur þar með í...
Selfoss fékk í dag afhent sigurlaunin í Grill66-deild kvenna að loknum sigri á ungmennaliði Vals í Origohöllinni í lokaumferð deildarinnar, 36:21. Selfoss tekur sæti Aftureldingar í Olísdeild kvenna í haust.
Fjölmennur hópur stuðningsmanna Selfossliðsins mætti á leikinn í Origohöllinni og...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg treysti stöðu sína í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með þriggja marka sigri á Wetzlar á útivelli, 29:26.
Gísli Þorgeir fékk högg á vinstra lærið í leik...
Sjálfboðaliðar eru kjölfesta í starfi íþróttafélaga og margir starfa árum saman fyrir félagið sitt af hugsjón, ánægju og gleði. Án sjálfboðaliða væri starfsemi margra félaga harla fátækleg.
Einn dugmikilla sjálfboðaliða innan handboltafjölskyldunnar er ÍR-ingurinn Loftur Bergmann Hauksson. Hann fagnaði á...
Stefán Arnarson þjálfari kvennaliðs Fram varð í gær deildarmeistari í handknattleik í sjöunda sinn sem þjálfari. Stefán var þjálfari Vals í fjögur skipti þegar liðið vann deildarmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á síðasta áratug. Stefán hefur tvisvar stýrt Fram til...
Fram er deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik 2022. Framarar kjöldrógu leikmenn Vals í uppgjöri tveggja efstu liðanna í næst síðustu umferðinni í Safamýri í dag, 24:17, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10.
Fram lék frábæra...
Hörður á Ísafirði verður fyrsta nýja liðið í fimm ár, ef svo má að orði komast, sem tekur sæti í efstu deild karla þegar keppni hefst í Olísdeildinni í september. Á þetta bendir áhugasamur lesandi í skeyti í til...
Lilja Ágústsdóttir og félagar hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi komust í dag í undanúrslit í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Lugi lagði Kungälvs HK, 26:25, í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum.
Lugi hefur þar með þrjá vinninga...
Umspil um sæti í Olísdeild karla hefst fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta. ÍR, Fjölnir, Þór Akureyri og Kórdrengir eiga keppnisrétt í umspilinu og geta leikmenn liðanna þar með tekið vonglaðir sumrinu mót, eins og segir í sígildum dægurlagatexta.
Í...
Næst síðasta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Stórleikur umferðarinnar verður í Framhúsinu þegar tvö efstu lið deildarinnar mætast, Fram og Valur. Aðeins munar einu stigi á liðunum tveimur, Fram í hag. Deildarmeistarar síðasta árs, KA/Þór,...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk þegar lið hans PAUC vann Créteil örugglega á heimavelli, 30:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er í þriðja sæti með 34 stig eftir 23 leiki. Nantes situr í...
Hörður á Ísafirði leikur í Olísdeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hörður tryggði sér sigur í deildinni í kvöld með því að leggja Þór Akureyri, 25:19, í lokaumferðinni á Ísafirði í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem...
Sænska handknattleikskonan Emma Olsson hefur samið við þýsku meistarana Borussia Dortmund og kveður þar með herbúðir Fram þegar keppnistímabilinu lýkur eftir eins árs veru. Um svipað leyti flytur Fram herbúðir sínar úr Safamýri og í Úlfarsárdal.
Á heimasíðu Borussia Dortmund...