Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Gerði nærvera Strandamanna gæfumuninn?

Íslendingar skemmtu sé konungslega utan vallar sem innan þegar landsliðið lék við Króatíu í gær og vann Króata með fimm marka mun í 3. umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi. Enn er all...

Fjórir leikmenn semja eða endurnýja samninga við HK

Fjórar ungar handknattleikskonur Anna Valdís Garðarsdóttir, Katrín Hekla Magnúsdóttir, Jóhanna Lind Jónasdóttir og Sandra Rós Hjörvarsdóttir hafa skrifað undir samninga við handknattleiksdeild HK. Ýmist eru þær að skrifa undir sína fyrstu samning eða að endurnýja samning sína við félagið...

Töpuðu með fimm marka mun fyrir Veszprém

Valsmenn biðu lægri hlut fyrir ungverska liðinu Veszprém á heimavelli þess, 24:19, í annarri umferð Balaton Cup-mótsins í handknattleik pilta sem fæddir eru 2008. Í gær hafði Valur mikið betur gegn norska liðinu Haslum í fyrstu umferð mótsins. Í...
- Auglýsing -

Ýmir Örn í leikbann – enn fækkar í íslenska hópnum

Áfram berast slæmar fréttir úr herbúðum íslenska landsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi. Nýjast er að Ýmir Örn Gíslason hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann í framhaldi af rauðu spjaldi sem hann fékk eftir...

Beinmar í rist hjá Gísla Þorgeiri – EM úr sögunni

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur ekki fleiri leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik karla í Þýskalandi. Hugsanlega verður hann frá keppni í einhverjar vikur vegna beinmars á rist. Eins og áður hefur komið fram meiddist Gísli Þorgeir rétt fyrir...

Tveir landsliðsmenn vöknuðu veikir í morgun

Fjórir leikmenn landsliðsins í handknattleik eru veikir og óvíst um frekari þátttöku þeirra á Evrópumótinu í handknattleik. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og Óðinn Þór Ríkharðsson bættust á veikindalistann í morgun. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði frá þessu í morgun...
- Auglýsing -

Teitur Örn kallaður til Kölnar

Teitur Örn Einarsson stórskytta Flensburg hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem leikur við Austurríki í síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Teitur Örn kemur til Kölnar upp úr hádeginu í dag. Teitur Örn á að baki 35 landsleiki...

Fimm marka sigur er nauðsynlegur

Íslenska landsliðið í handknattleik karla þarf ekki aðeins að vinna austurríska landsliðið í síðustu umferð milliriðlakeppninnar heldur verður vinna með a.m.k. fimm marka mun til að ná betri innbyrðismarkatölu í keppni við Austurríkismenn og hafa þar með sætaskipti. Sætaskiptin...

Molakaffi: Berta, Aron, Dagur, Erlingur, Afríkukeppnin

Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hennar, Kristianstad HK, vann Lugi með 11 marka mun, 35:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gær. Kristianstad HK er í sjötta sæti deildarinnar með 16...
- Auglýsing -

Þjóðverjar stefna í undanúrslit – veik íslensk von um þriðja sætið

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, færðist nær takmarki sínu um sæti í undanúrslitum í kvöld þegar liðið lagði Ungverjaland, 35:28, hörkuleik í Lanxess Arena í frábærri stemningu með hátt í 20 þúsund áhorfendum. Þýska liðið rak svo sannarlega...

Valur vann Haslum með 12 marka mun í upphafsleik

Valur vann norska liðið Haslum með 12 marka mun 32:20 í fyrstu umferð á Balaton cup-handknattleiksmótinu sem fram fer í Veszprém í Ungverjalandi sem hófst í dag. Gunnar Róbertsson var valinn maður leiksins. Gunnar skoraði 10 mörk. Logi Finnsson...

Grétar Ari flytur til Parísar í sumar

Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson færir sig um set innan Frakklands í sumar og fer frá Sélestat til höfuðborgarinnar. Hann hefur samið til tveggja ára við US Ivry sem leikur í efstu deild. Grétar Ari verður þar með samherji fyrrverandi...
- Auglýsing -

Þurfti að grafa djúpt eftir þessari frammistöðu

„Það þurfti að grafa djúpt eftir þessari frammistöðu. Hún var frábær, kannski ekki frá byrjun en þegar okkur tókst að stilla strengina þá var ekki aftur snúið,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður sem valinn var maður leiksins í dag...

Myndasyrpa: Ísland – Króatía: draumurinn lifir

Þungu fargi var létt að leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum íslenska landsliðsins eftir sigurinn sæta og góða á Króötum, 35:30, í Lanxess Arena í Köln í dag. Ekki var verra að Austurríkismenn töpuðu í kjölfarið fyrir Frökkum, 33:28. Draumurinn lifir. Framundan...

Halldór Jóhann hættir á Sjálandi og flytur heim

Halldór Jóhann Sigfússon hættir þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland Håndbold þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Félagið segir frá þessu í tilkynningu í dag. Þar kemur fram að fjölskylduástæður ráði því að þessi sameiginlega ákvörðun er tekin. Halldór Jóhann tók við þjálfun...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -