Landslið Íslands og Danmerkur í karlaflokki, skipuð leikmönnum 20 ára og yngri mætast í vináttulandsleik í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 20.Um er að ræða fyrri vináttuleikinn að þessu sinni en sá síðari verður á morgun, laugardag,...
Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður pólska meistaraliðsins Łomża Vive Kielce hefur ekkert leikið með félagsliði sínu eftir Evrópumeistaramótið í handknattleik. Hásinarmeiðsli sem hafa plagað Sigvalda Björn meira og minna alla leiktíðin versnuðu til muna við álagið...
U-20 ára landslið karla í handknattleik leikur í kvöld og á morgun vináttulandsleiki við Dani á Ásvöllum í Hafnarfirði. Liðin mættust í Danmörku nokkru fyrir áramót og eru Danir að endurgjalda heimsóknina.Bæði lið eru að búa sig undir Evrópumeistaramót...
Áfram verður leikið í Olísdeild kvenna í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Fram, tekur á móti HK sem er í næst neðsta sæti. Nýr þjálfari hefur tekið við HK-liðinu frá því að það lék síðast í deildinni. Arnar Gunnarsson var...
Guðmundur Þórður Guðmundsson heldur áfram störfum sínum sem landsliðsþjálfari karla í handknattleik. Tilkynnt var fyrir stundu að samstarf hans við Handknattleikssamband Íslands hafi verið framlengt til ársins 2024. Miðað er við Ólympíuleikana í París það sumar.Með honum verða áfram...
Gríðarleg ásókn var í landsliðstreyjur HSÍ meðan á Evrópumótinu í handknattleik stóð í janúar og seldust nánar allar treyjur upp. Þó nokkurn tíma hefur tekið að endurnýja lagerinn, sérstaklega vegna erfiðleika með flutninga á treyjunum en nú eru þær...
Karlalandsliðið í handknattleik kom saman í gærkvöld til æfinga en liðið verður saman fram á sunndag. Eingöngu er um æfingabúðir að ræða að þessu sinni, svipaðar og þær og voru í nóvember og þóttu takast vel.Æfingarnar í vikunni eru...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klakastúdíóið sitt í dag og tóku upp sinn þrítugasta og sjöunda þátt á þessu tímabili. Umsjónarmenn þáttarins voru Jói Lange og Gestur Guðrúnarson.Í þætti dagsins fóru þeir yfir undanúrslitaleikina í Coca-Cola bikar...
Um 100 leikmenn frá 19 félögum voru boðaðir á æfingar að þessu sinni. Hæfileikamótun HSÍ er undanfari unglingalandsliða Íslands og því stór áfangi fyrir leikmenn að fá boð á æfingar sem þessar. Hæfileikamótun HSÍ er haldin yfir fjórar helgar...
Valinn hefur verið hópur 30 leikmanna í U18 ára landslið karla sem kemur saman til æfinga í næstu viku. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku U18 ár landsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Podgorica í Svartfjallalandi...
Fjölmennir hópar pilta hafa verið valdir til æfinga með U15 og U16 ára landsliðum Íslands. Æfingar fara fram um miðjan þennan mánuð. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HSÍ þá verður æft á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar koma inn...
Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson, þjálfarar U20 ára landsliðs karla, hafa valið 21 leikmann til æfinga um miðjan mars á höfuðborgarsvæðinu. Einnig leikur íslenska liðið tvo æfingaleiki við Dani í lok æfingavikunnar, 18. og 19. mars á Ásvöllum....
Danmörk, Holland, Frakkland, Pólland og Sviss hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik þótt enn séu tvær umferðir eftir óleiknar. Enn stendur barátta um sjö sæti til viðbótar af þeim tólf sem bitist er um í...
„Það er alltaf gaman að skora og ennþá skemmilegra fyrir framan alla þessa áhorfendur. Þeir gáfu orku og stemningu í liðið,“ sagði Unnur Ómarsdóttir markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með sjö mörk í níu skotum þegar Ísland vann Tyrkland, 29:22,...
Íslenska landsliðið í handknattleik vann tyrkneska landsliðið með sjö marka mun í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.Þar með er Ísland áfram með í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins...