Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Donni skaut lið Créteil á kaf

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld og skoraði níu mörk þegar PAUC vann Créteil, 37:35, í hörkuleik í Aix-en-Provence, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Donni var markahæsti leikmaður vallarins. Honum héldu engin bönd og var sem...

Gekk á ýmsu hjá Íslendingum í 2. deild

Íslendingaliðið Balingen-Weilstetten tapaði í kvöld sínum þriðja leik á keppnistímabilinu í þýsku 2. deildinni í handknattleik er það tók á móti Dessau-Roßlauer HV, 32:31. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Þrátt fyrir tapið stendur Balingen-Weilstetten vel að vígi...

Myndskeið: Íslendingar í aðalhlutverkum á roslegum endaspretti

Tveir úr Íslendingatríóin hjá Ribe-Esbjerg áttu stóran þátt í ævintýralegum endaspretti liðsins í kvöld þegar það skoraði sex mörk í röð á liðlega fjórum mínútum til þess að tryggja sér annað stigið á heimavelli í gegn Aalborg Håndbold í...
- Auglýsing -

Molakaffi: Jens Bragi, Tryggvi, Ellefsen, Ólafur Andrés, Pytlick, Andersen

Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn úr leiktíðina 2025. Jens Bragi er aðeins 16 ára gamall en vakti verðskuldaða athygli fyrir mjög góða frammistöðu sem línumaður meistaraflokksliðs KA...

Vopnin snerust í höndum manna á endasprettinum

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Elverum fóru illa að ráði í sínu í kvöld er þeir töpuðu á heimavelli fyrir Fjellhammer í fyrstu umferð átta liða úrslita norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Fjellhammer vann eftir framlengingu, 37:35, hefur þar...

Gauti kallaður inn í finnska landsliðið fyrir EM-leiki

Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur aftur verið kallaður til móts við finnska landsliðið í handknattleik sem mætir landsliðum Noregs og Serbíu í undankeppni Evrópumótsins 27. og 30. þessa mánaðar. Æfingar hefjast nokkrum dögum fyrr í Vantaa í nágrenni Helsinki.Þetta...
- Auglýsing -

Molakaffi: Ásgeir, Viktor, Óskar, aganefnd, Johansson

Ásgeir Snær Vignisson skoraði tvö mörk fyrir Helsingborg þegar liðið vann Karlskrona á heimavelli í gær, 26:21, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Með sigrinum náðu Ásgeir Snær og samherjar forystu á nýjan leik. Þeir...

Íslendingar hefja úrslitakeppni á naumu tapi

Fredericia Håndboldklub, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði í kvöld á heimavelli fyrir meisturum síðasta árs, GOG, 35:34, í hörkuleik í átta liða úrslitum úrvalsdeildarinnar. GOG var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.Einar Þorsteinn Ólafsson...

Molakaffi: Bjarni Ófeigur, Hilmar Bjarki, Krickau, Danir unnu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde féllu í gær úr leik í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik þegar þeir töpuðu í þriðja sinn fyrir Ystads IF, 37:36, eftir framlengingu í Ystad. Bjarni Ófeigur átti...
- Auglýsing -

Evrópudeildin: 8-liða úrslit, fyrri leikir

Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik. Síðari leikirnir fara fram eftir viku. Samanlagður sigurvegari tekur sæti í undanúrslitum. Úrslitahelgi Evrópudeildarinnar fer fram 27. og 28. maí í Flens-Arena í Flensburg.Úrslit kvöldsins:Granollers...

Óðinn Þór lék sér að Berlínarrefunum

Óðinn Þór Ríkharðsson fór með himinskautum í dag þegar svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen vann efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, með fjögurra marka mun í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, 37:33. Leikurinn...

Molakaffi: Gísli, meistari á Spáni, Ágúst, Teitur, Aðalsteinn, Óðinn, umspil HM

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í liði 26. umferðar þýsku 1. deildarinnar eftir stórleik sinn með SC Magdeburg gegn THW Kiel, 34:34, á sunnudaginn. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk í leiknum í tíu tilraunum og gaf sex stoðsendingar. Barcelona er spænskur...
- Auglýsing -

Ólafur og félagar jöfnuðu metin í heimsókn til Bern

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk í dag þegar lið hans GC Amicitia Zürich jafnaði metin í rimmu sinni við BSV Bern í átta liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. GC Amicitia Zürich vann með þriggja marka mun...

Bjarki Már er ungverskur bikarmeistari

Bjarki Már Elísson varð í dag ungverskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu Telekom Veszprém. Veszprém vann erkifjendur sína í Pick Szeged með þriggja marka mun í úrslitaleik, 35:32, eftir að hafa verið 17:15 yfir að loknum fyrri hálfleik....

Fimm stig af sex mögulegum og markasúpa í Mannheim

Sveinn Jóhannsson og samherjar í GWD Minden hafa síður en svo lagt árar í bát í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þeir unnu grannliðið Lemgo, 36:35, á heimavelli í dag og hafa þar með náð fimm stigum úr...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -