- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm stig af sex mögulegum og markasúpa í Mannheim

Sveinn Jóhannsson leikmaður þýska liðsins GWD Minden. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson og samherjar í GWD Minden hafa síður en svo lagt árar í bát í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þeir unnu grannliðið Lemgo, 36:35, á heimavelli í dag og hafa þar með náð fimm stigum úr síðustu sex leikjum.

Engu að síður er GWD Minden næst neðst með 11 stig eftir 24 leiki en leikmenn liðsins ætla að standa á meðan stætt er. Þeir eiga enn 10 leiki fyrir höndum. Wetzlar er tveimur stigum á undan og hefur leikið tveimur leikjum fleira. Staðan er neðst í þessari grein.

Skoraði þrjú mörk

Sveinn, sem gekk til liðs við GWD Minden, í upphafi ársins skoraði þrjú mörk í dag og var einnig aðsópsmikill í vörninni. Var honum m.a. vikið einu sinni af leikvelli.

Markasúpa í SAP-Arena

Mörkin komu eins og á færibandi í SAP-Arena í Mannheim í dag þegar Rhein-Neckar Löwen tók á móti Gummersbach. Alls voru skoruð 79 mörk og af þeim skoruðu leikmenn Gummersbach 42 og unnu þeir leikinn fyrir vikið.

Hákon Daði ekki með

Elliði Snær Viðarsson fór á kostum og skoraði átta mörk fyrir Gummersbach gegn félaga sínum úr íslensku landsliðsvörninni, Ými Erni Gíslasyni. Elliða Snæ var ennfremur vikið tvisvar sinnum af leikvelli. Hákon Daði Styrmisson var ekki í leikmannahópi Gummersbach að þessu sinni af ástæðu sem handbolti.is veit ekki hver er.


Lukas Blohme skoraði einnig átta mörk fyrir Gummersbach. Vinsælt var að skorað átta mörk í leiknum Julian Köster skoraði líka átta mörk fyrir Gummersbach svo og Patrick Groetzki leikmaður Rhein-Nekcar Löwen.


Ýmir Örn skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen og átti eina stoðsendingu.

Góður sigur hjá Arnóri Þór

Arnór Þór Gunnarsson er jafnt og þétt að draga saman seglin enda stendur til að hann leggi skóna á hilluna í vor og taki til við þjálfun af miklum krafti. Arnór var í leikmannahópi Bergischer HC í dag en skoraði ekki mark þegar liðið vann góðan sigur á HSV Hamburg á heimavelli, 37:34.


Ólafur Stefánsson og liðsmenn HC Erlangen unnu neðsta lið deildarinnar, ASV Hamm-Westfalen, 37:27, í Nürnberg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -