Gísli Þorgeir Kristjánsson og Oddur Gretarsson eru á meðal þeirra sem valið stendur um í kjöri á bestu leikmönnum tveggja efstu deilda í þýska handboltanum sem stendur nú yfir. Hægt er greiða báðum atkvæði á hlekk hér fyrir neðan....
„Við vorum kannski ekki með jafnsterkt sjö manna lið og HC Kriens en höfum meiri breidd og erum auk þess vanari því álagi sem fylgir að leika marga leiki með skömmu millibili,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson sem stýrði Kadetten Schaffhausen...
Arnór Þór Gunnarsson var tekinn í heiðurshöll þýska handknattleiksliðsins Bergischer HC í gær eftir að hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið eftir 11 ára samfellda veru. Arnór Þór hefur ákveðið að hætta sem leikmaður í vor og snúa...
Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2024-2025. Telma Lísa sem verður 21 árs síðar í mánuðinum lék fyrsta meistaraflokksleikinn veturinn 2018-2019 og hefur undanfarin ár unnið...
THW Kiel varð í dag þýsku meistari í handknattleik karla í 23. sinn í sögunni. Leikmenn Kiel innsigluðu meistaratitilinn með öruggum sigri á útivelli gegn Göppingen, 34:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:13.
Leikmenn...
Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Fredericia Håndboldklub til sigurs í oddaleik um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Fredericia Håndboldklub vann Skjern, 28:25, í Skjern. Þetta eru fyrstu verðlaun Fredericia Håndboldklub í dönskum karlahandknattleik í 43 ár.Fredericia Håndboldklub...
Viktor Gísli Hallgrímsson varð í kvöld franskur bikarmeistari í handknattleik þegar Nantes vann Montpellier, 39:33, í úrslitaleik sem fram fór í París. Þetta er í annað sinn sem Nantes vinnur frönsku bikarkeppnina.
Þetta var annar bikarinn sem Nantes vinnur...
Gísli Þorgeir Kristjánsson var í dag útnefndur leikmaður tímabilsins hjá þýska meistaraliðinu SC Magdeburg. Útnefningin kórónar frábært keppnistímabil hjá Gísla Þorgeiri sem hefur valdið usla í vörnum andstæðinganna, ekki aðeins í Þýskalandi, heldur einnig í leikjum Meistaradeildar Evrópu þar...
Bjarki Már Elísson varð í kvöld ungverskur meistari í handknattleik karla með liði sínu Telekom Veszprém. Veszrpém lagði höfuð andstæðing sinn, Pick Szeged, í oddaleik um titilinn í Szeged með fjögurra marka mun, 31:27, eftir að hafa verið tveimur...
Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri óvænt út á handknattleiksvöllinn í kvöld með þýska meistaraliðinu SC Magdeburg þegar liðið vann Stuttgart, 31:27, á heimavelli í kvöld. Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í kappleik fyrir mánuði og var fullyrt eftir það að...
Aðalsteinn Eyjólfsson og Óðinn Þór Ríkharðsson fögnuðu í kvöld svissneska meistaratitlinum með félögum sínum í Kadetten Schaffhausen eftir sigur á HC Kriens, 32:28, í fjórða og síðasta úrslitaleik liðanna um meistaratitilinn í Schaffhausen. Þetta er annað árið í röð...
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari VfL Gummersbach er þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla fyrir leiktíðina 2022/2023. Þjálfarar liða deildarinnar taka þátt í kjörinu en samtök félaga í deildinni hafa staðið fyrir valinu árlega frá 2002.
Der...
Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg hefur samið við þýska 2. deildarliðið VfL Lübeck-Schwartau til tveggja ára. Samningurinn tekur gildi í sumar en Örn hefur frá áramótum leikið með öðru liði deildarinnar með líku nafni, TuS N-Lübbecke í Norðurrín-Vestfalíu. Hann hljóp...
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk þegar MT Melsungen vann ASV Hamm-Westfalen, 30:29, á heimavelli í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen vegna meiðsla. Melsungen situr í áttunda...
Eftir nokkur mögur ár hefur Eisenach unnið sér sæti í efstu deild þýska handknattleiksins í karlaflokki á nýjan leik. Eisenach vann Coburg naumlega í 38. og síðustu umferð 2. deildar í kvöld, 26:25, á útivelli, og náðu þar með...