Halldór Stefán Haraldsson stýrir Volda í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna á næsta keppnistímabili. Þetta varð staðreynd í dag þegar Volda vann Levanger örugglega á heimavelli, 36:22, í næst síðustu umferð deildarinnar.Fyrir síðustu umferðina hefur Volda tveggja stiga...
Evrópumeistarar SC Magdeburg, sem sluppu í gærkvöld við illan leik í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, fá erfiðan mótherja í átta liða úrslitum. Magdeburg mætir franska liðinu Nantes sem sló Füchse Berlín örugglega út í 16-liða úrslitum...
Viggó Kristjánsson vonast til þess að geta leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir Austurríki 13. og 16. apríl í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Vísir sagði frá því í gær að liðband í öðrum...
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg meiddist á vinstra læri í síðari hálfleik í viðureign Magdeburg og Sporting Lissabon í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.Gísli Þorgeir fékk þungt högg á lærið eitt sinn þegar...
Evrópumeistarar SC Magdeburg sluppu fyrir horn og eru komnir í átta liða úrslit Evrópdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld eftir eins marks sigur á Sporting Lissabon á heimavelli í kvöld í sannkölluðum háspennuleik, 36:35. Tæpara gat það vart verið...
Lugi frá Lundi, sem þær systur Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur eru samningsbundnar hjá og leika með, er komið í vænlega stöðu gegn Kungälvs í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Lugi hefur tvo vinninga en Kungälvs-liðið er...
Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo eru úr leik í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG og lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen eru á hinn bóginn komnir áfram í átta liða...
Heiðmar Felixson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að vera aðstoðarþjálfari 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf og vera þar með hægri hönd Christian Prokop þjálfara. Heiðmar tók við starfinu í lok september en var þá aðeins ráðinn út yfirstandandi...
Gummersbach heldur fjögurra stiga forskoti í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik eftir að 27. umferð af 38 fór fram í gær. Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, vann Tusem Essen með fjögurra marka mun, 32:28, í Essen.Elliði...
Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark þegar lið hans Balingen gerði sér lítið fyrir og vann Göppingen, 28:27, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Balingen veitti ekki af sigrinum en með honum færðist liðið upp...
Óskar Ólafsson og samherjar í norska úrvalsdeildarliðinu Drammen komust í dag í undanúrslit í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Þeir unnu Suhr Aarau, 33:32, í seinni viðureign liðanna sem fram fór í Aarau í Sviss í dag og samanlagt með...
Volda, undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar, steig stórt skref í átt að norsku úrvalsdeildinni í dag með sigri á Haslum Bærum, 23:21, á útivelli. Volda er þar með áfram í efsta sæti og með tveggja stiga forskot á Gjerpen...
Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Lemgo biðu skipbrot á heimavelli í dag er þeir tóku á móti GWD Minden í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikmenn GWD Minden eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fyrir...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG unnu Nordsjælland, 33:27, í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikið var á heimavelli GOG sem hefur fyrir nokkru síðan tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Viktor Gísli var í marki GOG...
Sara Dögg Hjaltadóttir lék afar vel fyrir Gjerpen HK Skien í dag þegar liðið vann Grane Arendal, 34:26, á heimavelli í Skienshallen í norsku 1. deildinni í handknattleik. Sara Dögg var markahæst í Gjerpen-liðinu með átta mörk, þar af...