- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Óvænt úrslit í bikarkeppninni í Póllandi

Þau óvæntu tíðindi áttu sér stað í gær að pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce tapaði fyrir Wisla Plock í úrslitaleik bikarkeppninnar í karlaflokki, 34:27. Þetta er fyrsti titill Wisla Plock í 11 ár en þá varð lið félagsins landsmeistari....

Áfram treysta Donni og félagar góða stöðu sína

Áfram halda Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og samherjar í PAUC að teysta stöðu sína í 3. sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik en það er besti árangur sem lið félagsins hefur nokkru sinni náð. Í gær stóttu leikmenn PAUC...

Molakaffi: Viktor Gísli, Alexander, Arnar Freyr, Arnór Þór, Tumi Steinn, Elliði Snær, Hannes Jón, Orri Freyr, Aron Dagur

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG leika til úrslita um danska meistaratitilinn í handknattleik við ríkjandi meistara Aalborg. GOG vann Skjern í oddaleik í undanúrslitum í gær, 34:29. Viktor Gísli kom ekkert í mark GOG í leiknum. Fyrsti...
- Auglýsing -

Halda sæti sínu í efstu deild

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau halda sæti sínu í 1. deild þýska handknattleiksins eftir að hafa haft betur samanlagt í tveimur umspilsleikjum við Göppingen, 51:48. Zwickau tapaði síðari leiknum sem fram fór í Göppingen í...

Semur við Erlangen til eins árs

Ólafur Stefánsson verður áfram aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen. Nordbayern.de segir frá því í dag að félagið hafi gert eins árs samning við Ólaf um að vera þjálfara liðsins, Raúl Alonso, áfram til halds og trausts næsta árið. Aolonso...

Erlingur er hættur störfum

Erlingur Richardsson er hættur þjálfun hollenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hollenska handknattleikssambandið segir frá þessu í morgun á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að forsvarsmenn sambandsins telji rétt breytingar verði á og að nýr þjálfari komi til starfa. Erlingur hefur þjálfað...
- Auglýsing -

Alfreð vildi ekki trana sér fram!

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að sjálfsögðu á meðal áhorfenda í íþróttahöllinni í Magdeburg, þegar Bennet Wiegert og lærisveinar hans tryggðu sér Þýskalandsmeistaratitilinn 2022 á fimmtudaginn með því að leggja Balingen-Weistetten að velli, 31:26. Forráðamenn Magdeburgar-liðisins óskuðu eftir því...

Arnar Birkir kveður þýska liðið Aue

Arnar Birkir Hálfdánsson leikur ekki áfram á næstu leiktíð með þýska handknattleiksliðinu EHV Aue eftir því sem greint er frá á Facebooksíðu félagsins í kvöld. Þar kemur fram að Arnar Birkir sé einn átta leikmanna sem eru að kveðja...

Þakkar pabba sínum og Alfreð!

Það eru 21 ár síðan Magdeburg varð síðast Þýskalandsmeistari, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, 2001. Ólafur Stefánsson var þá í aðalhlutverki í liðinu. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku það eftir í gærkvöldi, þegar Magdeburg var meistari 2022...
- Auglýsing -

Molakaffi: Adam, Harpa Rún, Donni, Mogensen, Mogensen

Adam Thorstensen markvörður Stjörnunnar og U20 ára landsliðsins sem tekur þátt í EM í júlí hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2025. Adam kom til félagsins árið 2020 frá ÍR og var þá hálft í hvoru hættur...

Sandra sú besta annað árið í röð

Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var í kvöld valin besti leikmaður danska 1. deildarliðsins EH Aalborg á nýliðinni leik. Þetta er annað árið í röð sem Sandra hreppir hnossið en hún kveður nú félagið eftir tveggja ára dvöl. Ljóst...

Lærisveinar Aðalsteins byrjuðu á stórsigri

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen fóru af miklum krafti af stað í úrslitaeinvíginu við Pfadi Winterthur um meistaratitilinn í Sviss í kvöld. Kadettenliðið réði lögum og lofum á vellinum frá upphafi til enda og vann með ellefu marka...
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir eru þýskir meistarar

Það er glatt á hjalla í Magdeburg í Þýskalandi í kvöld eftir að lið félagsins innsiglaði þýska meistaratitilinn í handknattleik í fyrsta sinn í 21 ár. Magdeburg vann Balingen á heimavelli, 31:26, og hefur þar með átta stiga forskot...

Okkar er að brjóta múrinn

„Þetta verður hörkurimma og afar áhugavert að sjá hvernig hún þróast,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten Schaffhausen spurður um úrslitarimmu liðsins við Pfadi Winterthur í úrslitum um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss. Fyrsti leikurinn verður á heimavelli Aðalsteins...

Donni í úrvalsliði ársins í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er í úrvalsliði frönsku 1. deildarinnar í handknattleik en greint var frá niðurstöðum í valinu í morgun.Donni er einn þriggja leikmanna frá PAUC sem er í úrvalsliðinu. Valið er mikil viðurkenning fyrir Donna sem er...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -