- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Olísdeild kvenna – úrslit kvöldsins og staðan

Íslandsmeistarar Vals treystu stöðu sína í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með stórsigri á Stjörnunni, 31:21, þegar 12. umferð hófst með þremur leikjum. Öruggur sigur Vals á heimavelli í kvöld tryggir liðinu fjögurra stiga forskot í...

Dagskráin: Þrjár viðureignir í Olísdeildinni

Þrír leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Leikið verður í Vestmannaeyjum, í Origohöllinni og í Úlfarsárdal þangað sem Aftureldingarkonur leggja leið sína til viðureignar við Fram. ÍR-ingar sækja bikarmeistara ÍBV heim til Eyja...

Fullyrti að Benedikt fari til Kolstad í sumar

Arnar Daði Arnarsson umsjónarmaður Handkastsins staðfesti í þættinum í gær að Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals væri búinn að skrifa undir við norska stórliðið, Kolstad og gengur í raðir félagsins næsta sumar. Fregnir bárust af því fyrir helgi, óstaðfestar,...
- Auglýsing -

Handkastið: Fer annar frá Aftureldingu til Porto?

Arnar Daði Arnarsson umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Handkastið sagði í þætti sem kom út í gærkvöld að Brynjar Vignir Sigurjónsson markvörður Aftureldingar elti hugsanlega samherja sinn í Mosfellsbænum, Þorstein Leó Gunnarsson, þegar sá síðarnefndi fer til portúgölsku meistaranna Porto í sumar....

Framarar lögðu Hauka – úrslit dagsins og staðan

Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka í fyrstu umferð ársins í Olísdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld 30:23. Er þetta einungis annað tap Hauka í deildinni á leiktíðinni. Af þessu leiðir að Valur situr einn í efsta...

Skiptir mestu að ganga sáttar frá leiknum

„Við göngum sáttar frá okkar leik. Það skiptir öllu máli þegar upp er staðið hvernig sem upphafskaflinn var,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Vals eftir 13 marka sigur á ÍR, 35:22, í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Skógarseli...
- Auglýsing -

Meistararnir hófu árið með stórsigri

Valur vann stórsigur á ÍR, 35:22, í fyrsta leik ársins í Olísdeild kvenna í handknattleik í Skógarseli eftir hádegið í dag. Staðan í hálfleik var 18:11, Val í vil sem hafði talsverða yfirburði í leiknum í 45 mínútur.Með sigrinum...

Dagskráin: Fjörið í Olís- og Grill 66-deildum kvenna hefst á ný

Eftir hlé frá 17. nóvember vegna heimsmeistaramóts kvenna, jóla og áramóta verður þráðurinn tekinn upp í Olísdeild kvenna í dag með heilli umferð, fjórum leikjum. Leikmenn liðanna klæjar í fingur og tær eftir að komast út á völlinn aftur....

Fer Benedikt Gunnar til Kolstad?

Fullyrt er á X-síðu Handballnorway að Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals gangi til liðs við norska meistaraliðið Kolstad á komandi sumri. Hann mun hafa verið úti hjá Þrándheimsliðinu á dögunum og litið þar á aðstæður. Virðist fátt geta komið...
- Auglýsing -

Karen Tinna framlengir samninginn til 2026

Karen Tinna Demian, fyrirliði Olísdeildarliðsins ÍR, hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Karen Tinna, sem er uppalin hjá félaginu, hefur verið ein af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna sem hefur leikið frábærlega í Olís deild kvenna ...

Elín Klara íþróttakona Hauka – Díana þjálfari ársins

Handknattleikskonan Elín Klara Þorkelsdóttir var í gær valin íþróttakona Hauka á viðurkenningarhátíð sem haldin var á Ásvöllum. Þetta var önnur viðurkenningin sem landsliðskonan unga hlýtur á nokkrum dögum því hún var einnig valin íþróttakona Hafnarfjarðar á milli jóla og...

Hildur og Birgir valin handknattleiksfólk FH

Hildur Guðjónsdóttir og Birgir Már Birgisson voru í útnefnd handknattleikskona og handknattleikskarl ársins 2023 hjá FH við hátíðlega athöfn í Kaplakrika þar sem veittar voru viðurkenningar til þeirra íþróttamanna FH sem sköruðu fram úr á árinu. Hildur var kjölfesta...
- Auglýsing -

Mest lesið 4 ”23: Orðlaus þjálfari, félagaskipti, leynivopn, molakaffi, já

Þá er komið að fjórðu og næst síðustu upprifjun á næst síðasta degi ársins 2023 á mest lesnu fréttum ársins á handbolti.is. Komið er inn á topp tíu. Í dag segir af þáverandi þjálfara Vals sem var hálf orðlaus...

Molakaffi: Kristín sæmd stórkrossi, bikarkeppni, Kretzschmar, Veszprém

Kristín Aðalsteinsdóttir var sæmd stórkrossi ÍR á uppskeruhófi félagsins í fyrradag. Kristín hefur í þrjá áratugi unnið sjálfboðaliðastarf fyrir handknattleiksdeild ÍR og slær ekki slöku við. Kristín hlaut silfurmerki ÍR árið 2000 og gullmerkið 2004. Hún var í fyrra tilnefnd...

Mest lesið 3 ”23: Kótilettukvöld, skipti, útsendingar, kominn heim, ekki við bjargandi

Þriðji hluti af fimm á upprifjun á þeim fréttum sem lesendur handbolti.is lásu oftar á árinu 2023 en aldrei hafa fleiri heimsótt vefinn en á þessu ári. Sama hvort litið er til heimsókna eða flettinga. Sumar fréttir eða frásagnir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -