Áfram verður leikið í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, Poweradebikar kvenna, í kvöld. Fjórir leikir fara fram, hver öðrum meira spennandi. Í gærkvöld komust Grótta, HK og Stjarnan áfram og í kvöld bætast fjögur lið við í átta liða úrslitin....
Ragnheiður Sveinsdóttir leikmaður Hauka var í dag úrskurðuð í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Ragnheiður hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Hauka og Vals í Olísdeild kvenna á síðasta laugardag.
Ragnheiður verður...
Arnór Atlason þjálfari Holstebro stýrði liði sínu, TTH Holstebro, til sigurs á Skanderborg AGF, 34:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Leikurinn fór fram í Holstebro. Með sigrinum færðist TTH Holstebro upp í sjöunda sæti með níu...
Óvíst er hvenær handknattleikskonan snjalla Lovísa Thompson byrjar að leika með Val á nýjan leik. Hún hefur verið frá keppni vegna meiðsla í ár og gengist undir tvær aðgerðir, í mars og aftur í maí vegna beinflísar sem nuddaðist...
FH, ÍBV og Valur verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið.
Afturelding á sæti í neðri flokkum og getur þar með dregist á móti íslensku liðunum þremur úr efri flokknum,...
Íslandsmeistarar ÍBV urðu fyrstir til þess að vinna Val í Olísdeild karla á keppnistímabilinu í Vestmannaeyjum í dag, 38:34, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Valsmenn halda áfram efsta sæti deildarinnar með 12...
Fjögur íslensk félagslið verða á meðal þeirra 32 sem dregið verður um í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla á þriðjudagsmorgun í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg. Afturelding og FH bættust í hópinn í gær en Valur og...
Sjöundu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag þegar Íslandsmeistarar ÍBV fá Valsmenn í heimsókn. Valur er efstur og ósigraður í Olísdeildinni með 12 stig að loknum sex viðureignum. ÍBV situr í fimmta sæti með sjö stig og getur farið...
Selfyssingar hrósuðu í fyrsta sinn sigri í Olísdeild karla á leiktíðinni síðdegis í dag þegar þeir lögðu HK í Kórnum, 24:20, í 7. umferð deildarinnar. Grunn að sigrinum lagði Selfossliðið í fyrri hálfleik með öflugum varnarleik sem varð til...
Haukar slógu tvær flugur í einu höggi í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik með því annars vegar að verða fyrst liða til þess að vinna Íslandsmeistara Vals og hinsvegar að tylla sér í toppsætið. Í hörkuleik á Ásvöllum...
Afturelding vann hreint ævintýralegan sex marka sigur á norska liðinu Nærbø, 29:23, að Varmá í kvöld og komst þar með áfram í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Samanlagt vann Afturelding með einu marki 51:50. Nærbø, sem vann keppnina...
FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla með ævintýralegum sigri í Belgrad í dag á RK Partizan. FH vann síðari leikinn ytra í dag með sjö marka mun, 30:23, eftir...
Eyjakonan Andrea Gunnlaugsdóttir kunni vel við sig á fjölum íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum í dag og lét það ekki slá sig út af laginu að vera markvörður andstæðinga ÍBV að þessu sinni. Hún fór á kostum í marki Fram, varði...
Nýliðar ÍR halda áfram að gera það gott í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í dag gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna, 28:23, í Skógarseli í Breiðholti og er liðið komið með sex stig eftir sex leiki.
ÍR...
„Oft hefur verið þörf en nú er svo sannarlega nauðsyn að Mosfellingar standi saman og streymi að Varmá, fylli íþróttahúsið og hjálpi okkur áfram í Evrópukeppninni. Saman eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar sem...