Handknattleiksmaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson tilkynnti í dag að ekki væri von á honum fram á handknattleikvöllinn á nýja leik, alltént ekki í hlutverki leikmanns. Eftir langvarandi glímu við meiðsli hefur hann játað sig sigraðan og segist þar með láta...
Hornamaðurinn Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss og verður þar af leiðandi á fullri ferð með liðinu undir stjórn Þóris Ólafssonar í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Richard Sæþór hefur verið útnefndur fyrirliði...
Miðjumaðurinn Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat, markvörður, framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu í dag.„Arnór hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands í gegnum tíðina og Bruno hefur...
Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla hafa samið við Berg Elí Rúnarsson. Hefur Bergur Elí skrifað undir tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið.Bergur Elí, sem er fæddur 1995, er hægri hornamaður sem kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu FH...
Tekin hafa verið af öll tvímæli um hvort Þorgils Jón Svölu Baldursson leikur áfram með Val eða fylgir unnustu sinni Lovísu Thompson eftir til Danmerkur. Valur tilkynnti i hádeginu að línu- og varnarmaðurinn sterki hafi skrifað undir eins árs...
Það er næsta víst, að eitthvað verður um „kaup og sölur“ í kvennaleikjum Íslands í Evrópukeppninni í handknattleik, eftir að dregið var í morgun, 19. júlí, í Evrópubikarkeppni EHF, þar sem þrjú lið eru með í keppninni og þurfa...
Silfurlið Olísdeildar karla í handknattleik, ÍBV, mætir Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Dregið var í morgun í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. KA og Haukar eru einnig skráð til leiks í keppninni en sitja yfir í...
Bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna drógust á móti HC DAC Dunajska Streda frá Slóvakíu í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninni í handknattleik þegar dregið var í morgun. KA/Þór mætir Gjoche Petrov-WHC Skopje frá Norður Makedóníu og ÍBV fékk grískt lið, O.F.N....
Um síðustu mánaðarmót tóku gildi fjórar leikreglubreytingar á alþjóðareglum í handknattleik. Fjallað var ítarlega um þær í meðfylgjandi grein á handbolta.is í vor. Fleiri breytingar, sem ekki hafa farið eins hátt, tóku gildi á reglunum hinn 1. júlí.https://www.handbolti.is/markverdir-fa-aukna-vernd-midjuhringur-tekinn-upp/Kristján...
Þrjú íslenska lið verða dregin út í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á morgun. Valur verður í efri styrkleikaflokki en KA/Þór og ÍBV í þeim neðri en alls verða nöfn 54 liða í skálunum sem dregið er úr....
Dregið verður í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið. Alls verða nöfn 26 liða í plastkúlum skálanna tveggja sem dregið verður upp úr. Þrjú íslensk lið taka þátt í keppninni á næsta tímabili, KA, Haukar og ÍBV....
Aðalstjórn ÍBV hefur samþykkt að draga til baka umdeilda ákvörðun sína um breytta tekjuskiptingu á milli handknattleiksdeildar félagsins og knattspyrnudeildar sem ákveðin var í mars og hefur valdið úlfúð innan félagsins, svo vægt sé til orða tekið. M.a. sagði...
Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við spænska línumanninn Victor Peinado Iturrino til næstu tveggja ára en frá þessu segir á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Harðar. Iturrino kemur í stað japanska línumannsins Kenya Kasahara sem er fluttur...
Lettinn Endijs Kusners og leikmaður nýliða Olísdeildar karla í handknattleik, Harðar á Ísafirði, verður við æfingar hjá þýska 1. deildarliðinu Füchse Berlin frá 17. til 20. júlí. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Harðar þar sem bréf á fleiri...
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir hafa verið ráðnar aðstoðarþjálfarar handknattleiksliðs KA/Þórs. Munu þær eiga að létta undir með Andra Snæ Stefánssyni þjálfara á næsta keppnistímabili. Frá þessu greinir Akureyri.net í kvöld samkvæmt heimildum.Andri Snær er að hefja...