- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lovísa leikur á ný með Val á næsta keppnistímabili

Lovísa Thompson fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Val á síðustu árum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals og leikur þar af leiðandi með liði félagsins í titilvörninni á næstu leiktíð. Samningurinn gildir fram til vorsins 2025.

Lovísa gekk til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing Håndbold á síðasta sumri en líkaði ekki dvölin og óskað eftir að verða leyst undan samningi snemma í október. Meiðsli settu strik í reikning hennar og gerði að verkum að m.a. varð ekkert af samningi við norska úrvalsdeildarliðið Tertnes undir lok síðasta árs.

Í tilkynningu frá Val segir að Lovísa sé að jafna sig eftir aðgerð og á að geta hafið æfingar af krafti í ágúst. Fram kom í viðtali við Lovísu á Vísir í febrúar að beinflís hafi nuddast utan í hásin um langt skeið.

Lovísa, sem er 23 ára gömul, gekk til liðs við Val sumarið 2018 eftir að hafa verið í stóru hlutverki hjá uppeldisfélagi sínu, Gróttu, frá unglingsaldri og varð m.a. Íslandsmeistari 2015 og 2016 og síðan Íslandsmeistari með Val 2019 og bikarmeistari 2019 og 2022. Lovísa á að baki 22 A-landsleiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -