- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sá sem valinn var fram yfir Ólaf var rekinn í dag

Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og handknattleiksþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hartmut Mayerhoffer sem þjálfað hefur þýska 1. deildarliðið HC Erlangen frá Nürnberg var leystur frá störfum í morgunn í kjölfar afar slaks árangurs liðsins á undanförnum vikum.

Mayerhoffer var ráðinn til Erlangen á síðasta sumri og var m.a. tekinn fram yfir Ólaf Stefánsson sem var aðstoðarþjálfari Erlangen. Ólafur sagði upp hjá félaginu í kjölfarið vegna þess að honum þótti framhjá sér gengið þegar Mayerhoffer var ráðinn.

Sjá einnig: Ólafur er hættur hjá Erlangen – lítur í kringum sig

Í frjálsu falli

Erlangen hefur nánast verið í frjálsu falli og situr fyrir vikið í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Síðast tapaði liðið fyrir Rúnari Sigtryggssyni og lærisveinum í Leipzig á sunnudaginn, 29:26, á heimavelli.

Þriðji á viku

Mayerhoffer er þriðji þjálfarinn í þýsku 1. deildinni sem verður að taka pokann sinn á síðustu dögum. Í gær var Jens Bürkle vikið úr starfi hjá neðsta liðinu, Balingen-Weilstetten og fyrir síðustu helgi Jamal Naji og aðstoðarmanni hans sagt upp hjá Bergischer HC. Arnór Þór Gunnarsson var tímabundið ráðinn þjálfari við annan mann.

Reka lestina

HC Erlangen, Bergischer HC og Balingen-Weilstetten eru í þremur neðstu sætum 1. deildar. Tvö lið falla í aðra deildar þegar reikningarnir verða gerðir upp í lok keppnistímabilsins.

Mayerhoffer þjálfaði áður Göppingen um árabil og kom m.a. með liðinu hingað til lands snemma á síðasta ári til viðureignar við Val í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -