- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tumi Steinn og Hákon fögnuðu – lítið gengur hjá Minden

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -

Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í HSC Coburg 2000 halda áfram að gera það gott í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Í kvöld unnu þeir Eulen Ludwigshafen, 37:31, á heimavelli og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Þeir sæta lagi að nálgast liðin fyrir ofan ef þau misstíga sig en aðeins fjögurra stiga munur er á Coburg og Hamm sem situr í þriðja sæti.


Tumi Steinn skoraði ekki mark á heimavelli í kvöld en nærri 2.000 áhorfendur mættu og studdu hressilega við bakið á liðinu.

Markahæstur á vellinum

Hákon Daði Styrmisson átti stórleik með Eintracht Hagen í öruggum sigri á TuS Vinnhorst, 30:23, á útivelli í 2. deildinni. Eyjamaðurinn var markahæstur á vellinum með sjö mörk í níu skotum. Ekkert markanna skoraði Hákon Daði af vítalínunni. Hagen er í 9. sæti af 18 liðum.

Gengur á afturlöppunum

Áfram er heilladísirnar ekki í liði með GWD Minden sem tapaði enn einum leiknum í kvöld og það heimavelli fyrir Nordhorn, 26:25. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk og gaf fimm stoðsendingar fyrir lið GWD Minden. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk, þar á meðal 25. markið 13 sekúndum fyrir leikslok.

Aðalsteinn Eyjólfsson tók við þjálfun GWD Minden í sumar. GWD Minden er á hættuslóðum, í 15. sæti með 11 stig.

Staðan í þýsku 2. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -