Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson leggja land undir fót eftir helgina og leggja leið sína til Logrono á Spáni. Þar suður frá bíður þeirra það verkefni að dæma viðureign BM Logrono La Rioja og serbneska liðsins...
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Nordsjælland hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og liðsmönnum Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 34:24. Leikurinn fór fram í Holstebro. Nordsjælland hefur þar með komið sér upp í 10. sæti deildarinnar með 10...
FH náði fram ákveðnum hefndum á HK í kvöld þegar liðin mættust í upphafsleik áttundu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Á dögunum sló HK liðsmenn FH út í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í jöfnum og spennandi leik. Leikmenn FH...
ÍR-ingar kvöddu neðstu liðin þrjú í Olísdeild kvenna í kvöld með góðum sigri á KA/Þór í KA-heimilinu í kvöld 22:19 í síðasta leik liðanna í deildinni á árinu. ÍR hefur þar með 10 stig eftir níu leiki og er...
Landsliðsmarkvörður Tékka, Tomas Mrkva, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska meistaraliðið THW Kiel. Nýi samningurinn gildir fram á mitt árið 2025. Mrkva, sem valinn var handknattleiksmaður ársins 2023 í Tékklandi, kom til Kiel frá Bergischer HC sumarið 2022.
Sænski...
Norska meistaraliðið Kolstad með Sigvalda Björn Guðjónsson landsliðsmann innanborðs fór á kostum og skoraði 22 mörk í síðari hálfleik á heimavelli í kvöld. Markasúpan lagði grunn að fimm marka sigri á franska stórliðinu PSG, 36:31, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu...
Einar Sverrisson og Jón Þórarinn Þorsteinsson sáu til þess Selfoss slapp inn í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld eftir að liðið steig krappan dans gegn Þór í Höllinni á Akureyri. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu...
Stjarnan varð fyrst til að innsigla sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Stjarnan vann öruggan sigur á Víði, 33:16, í íþróttahúsinu í Garði í kvöld. Níu marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:9.Stjarnan...
Ennþá er möguleiki á að tryggja sér aðgöngumiða með milligöngu HSÍ á leiki íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Fyrsti leikurinn fer fram 30. nóvember í Stavangri eins og hinar tvær viðureignirnar í riðlakeppni mótsins.
Í tilkynningu frá HSÍ...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður átti stórleik með EH Aalborg í gærkvöld og var valin besti maður vallarins þegar EH Aalborg vann AGF Håndbold, 33:24, í Nørresundby Idrætscenter í Álaborg. Því miður kemur ekki fram á heimasíðu félagsins hversu mörg...
Valdir hafa verið tveir æfingahópar yngri landsliða stúlkna í handknattleik. Annarsvegar 15 ára hópur og hinsvegar 16 ára hópur. Til stendur að hóparnir æfi dagana 23. til 26. nóvember undir stjórn þjálfara á vegum HSÍ.Hér fyrir neðan eru taldir...
Framarinn Rúnar Kárason er markahæstur í Olísdeild karla þegar níu umferðir af 22 eru að baki. Rúnar hefur skorað 69 mörk, eða 7,66 mörk að jafnaði í leik. Guðmundur Bragi Ástþórsson úr Haukum fylgir fast á eftir Rúnari með...
Ólafur Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsis EHV Aue. Félagið staðfesti ráðninguna í tilkynningu fyrir stundu. Handbolti.is sagði frá því í gærkvöld að líkur væri á að EHV Aue réði Ólaf til starfsins á næstunni. Samningur Ólafs við...
Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk, annað frá vítalínunni þegar lið hans Balingen-Weilstetten tapaði fyrir Lemgo á heimavelli með fjögurra marka mun, 30:26, í 1. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark fyrir Balingen-Weilstetten að þessu...
Ólafur Andrés Guðmundsson lék við hvern sinn fingur í kvöld þegar KF Karlskrona vann Lugi, 29:19, í Lundi í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ólafur fór fyrir sínu liði og skoraði fimm mörk í sjö skotum í þessum mikilvæga sigri...