Uppselt er á oddaviðureign Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla sem fram fer á Varmá í kvöld og hefst klukkan 20.15.
Síðustu miðarnir sem settir voru í sölu á Stubb í gærkvöldi hurfu eins og dögg fyrir sólu....
Valsarinn Þorgils Jón Svölu Baldursson hefur ákveðið að hleypa heimdraganum í sumar og hefur þess vegna samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona. Hann verður um leið samherji Ólafs Andrésar Guðmundssonar sem einnig gengur til liðs við sænska félagið...
„Áhuginn er gríðarlega mikill og eftirspurnin eftir miðum alveg hreint rosaleg. Við munum gera okkar besta til þess að svara eftirspurninni en því miður er ljóst að færri muni fá miða en vilja einfaldlega vegna þess að aðstaðan sem...
Oddaviðureign Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik hefst klukkan 20.15 á þriðjudagskvöldið í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsæ. HSÍ staðfesti leiktímann rétt áðan.
Miðasala hefst á morgun, mánudag, klukkan 12 á Stubb og er ein víst að...
Afturelding knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við Hauka með sigri á Ásvöllum í dag, 31:30. Tæpari gat sigurinn ekki verið. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði sannkallað skot frá Tjörva Þorgeirssyni á síðustu sekúndu og kom þar með í veg fyrir...
Fjórða viðureign Hauka og Aftureldingar í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16. Vinni Haukar leikinn tryggja þeir sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn gegn ÍBV. Lánist...
Thea Imani Sturludóttir meiddist á ökkla á æfingu Valsliðsins á fimmtudagskvöld og fór ekki með Val til Vestmannaeyja í gær í fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Óvíst er hvort hún verður með í öðrum leik Vals...
Fyrsti úrslitaleikur Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld var aldrei sá spennuleikur sem vonir einhverra stóðu til. Fyrir utan fimm fyrstu mínúturnar voru yfirburðir Valskvenna miklir. Þær unnu mjög öruggan sigur, 30:23, eftir...
Dómarar leiks Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hafa dregið til baka rauða spjaldið sem þeir gáfu Ihor Kopyshynskyi leikmanni Aftureldingar á síðustu sekúndum leiksins að Varmá í gærkvöld. Þeir viðurkenna mistök, segja ákvörðunina hafa verið...
Deildarmeistarar ÍBV og Valur hefja úrslitarimmu sína um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19. Eins og áður hreppir það lið Íslandsmeistaratitilinn sem fyrr vinnur þrjá leiki. Önnur viðureign fer fram á mánudaginn á...
Haukar eru komnir með yfirhöndina í undanúrslitarimmunni við Aftureldingu eftir eins marks sigur, 31:30, í framlengdum þriðja leik liðanna á Varmá í kvöld. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Stundum þarf ekki að leika...
Litháísku handboltahjónin Karolis Stropus og Roberta Stropé leika ekki áfram með liðum Selfoss á næsta keppnistímabili eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Eftir því sem næst verður komist fluttu þau af landi brott í morgun og hafa ákveðið að...
„Mér er eiginlega orðavant eftir þetta allt saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari kvennaliðs ÍR í handknattleik í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gær eftir að ÍR vann Selfoss, 30:27, í oddaleik í úrslitum umspils um...
Afturelding og Haukar mætast í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Síðast áttust liðin við á Ásvöllum í Hafnarfirði en í kvöld verður vettvangur liðanna íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ. Flautað verður til leiks klukkan...
„Þetta er hreint ótrúlegt. Ég trúi þessu hreinlega ekki. Ég er að fara spila í Olísdeildinni aftur,“ sagði Karen Tinna Demian leikmaður ÍR eldhress í samtali við handbolta.is í Sethöllinni á Selfossi í gær eftir að ÍR hafði unnið...