Elvar Örn Jónsson skoraði átta mörk og átti eina stoðsendingu og Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark og lék talsvert með í vörninni þegar lið þeirra, MT Melsungen, tapaði með tveggja marka mun fyrir Stuttgart, 33:31, í þýsku 1....
Haukur Þrastarson og liðsmenn pólska meistaraliðsins Industria Kielce sitja í fjórða sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir töpuðu fyrir PSG í París í kvöld með níu marka mun, 35:26. Franska liðið fór þar með upp...
Vopnin snerust í höndum Sigvalda Björns Guðjónssonar og liðsmanna norska meistaraliðsins Kolstad í kvöld þegar þeir mættu HC Zagreb á heimavelli í 12. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kolstad þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að...
Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro mátti bíta í það súra epli að leikmenn hans töpuðu í gær á heimavelli, 35:34, fyrir grannliðinu Mors-Thy í upphafsleik 22. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þetta var um leið fyrsti sigur Mors-Thy í...
Önnur umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með félagsliðum sínum. Úrslit leikjanna, staðan og það helsta af Íslendingunum er að finna hér fyrir neðan.
1. riðill:RN-Löwen - Hannover-Burgdorf...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í kvöld þegar Nantes vann pólska liðið Górnik Zabrze, 31:23, á heimavelli í annarri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli varði 17 skot, 43,6%, og átti þar af leiðandi stóran þátt...
Vlado Šola hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun karlalandsliðsins Svartfjallalands fram yfir heimsmeistaramótið sem fram fer í janúar á næsta ári í Danmörku, Króatíu og Noregi. Šola, sem er Króati og fyrrverandi markvörður, tók við þjálfun svartfellska landsliðsins...
Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna og ríkjandi Evrópumeistara ætlar að leika alvöru landsleiki í aðdraganda Ólympíuleika í sumar. Ákveðið hefur verið að norska landsliðið leiki tvisvar sinnum við heimsmeistara Frakka í byrjun júlí og mæti síðan danska...
Handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson, sem lék með ÍBV í rúm tvö ár, varð á laugardaginn bikarmeistari í heimalandi sínu, Færeyjum, með VÍF frá Vestmanna. VÍF vann Neistan frá Þórshöfn, uppeldisfélag Dánjals, 31:23, í úrslitaleik í Høllinni á Hálsi í Þórshöfn....
Ungverska meistaraliðið Györ, dönsku liðin Odense Håndbold og Team Esbjerg og frönsku meistararnir Metz höfnuðu í tveimur efstu sætum riðlanna tveggja í Meistaradeild kvenna en riðlakeppninni lauk í gær. Liðin fjögur sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og mæta...
Frakkar og Þjóðverjar hafa blandað sér í keppnina við Íslendinga og fleiri um að halda heimsmeistaramót karla í handknattleik 2029 og 2031. Handknattleikssambönd ríkjanna tveggja hafa staðfest að þau hafi sent inn sameiginlega umsókn um að fá að halda...
Fimm landsliðsmenn Barein í handknattleik karla hafa verið úrskurðaðir í þriggja til 12 mánaða leikbann frá alþjóðlegri keppni eftir að þeir réðust á dómara eftir að Barein tapaði fyrir Japan í undanúrslitum Asíukeppni landsliða karla í janúar. Einnig má...
Franski handknattleiksmarkvörðurinn Vincent Gérard hefur samið við Istres sem leikur í næst efstu deild franska handknattleiksins. Gérard var á dögunum leystur undan samningi hjá þýsku meisturunum THW Kiel eftir að hafa verið á sjúkralista síðan í ágúst, þá nýkominn...
Magdeburg færðist upp í annað sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í kvöld með sigri á Wisla Plock á heimavelli, 28:22. Pólska liðið hélt í við Magdeburg í 40 mínútur að þess sinni. Veszprém heldur þriðja sæti riðilsins...
Svíinn Niclas Ekberg tryggði THW Kiel annað stigið í heimsókn til pólska meistaraliðsins Industria Kielce í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í gærkvöld, 36:36. Kiel var með yfirhöndina í leiknum lengst af en Kielce-menn áttu góðan...