Katrine Lunde landsliðsmarkvörður heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik er vonbetri en áður um að hún geti tekið þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst á miðvikudaginn. Lunde hefur verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hún varð fyrir...
Heims- og Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna unnu sannfærandi sigur á pólska landsliðinu, 27:25, í síðasta leik liðanna á alþjóðlega fjögurra liða mótinu sem farið hefur fram í Hamar og Lillehammer í Noregi frá því á fimmtudaginn. Norska landsliðið...
Serbneska handknattleikskonan Andrea Lekic komst um helgina í eftirsóttan flokk kvenna sem skorað hafa 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Lekic, sem er 36 ára gömul og er að taka þátt í sínu 17. keppnistímabili í Meistaradeildinni, skoraði þúsundasta mark...
Áttunda umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram á laugardaginn og á sunnudaginn. Að leikjunum loknum var gert hlé á keppni til 6. og 7. janúar.
Úrslit helgarinnar og staðan
A-riðill:DVSC Schaeffler - CSM Búkarest 23:30 (9:15).Odense Håndbold - Sävehof 40:22...
Rúmenska liðið H.C. Dunarea Braila, sem lagði Val í fyrri umferð undankeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik, vann þýska liðið Borussia Dortmund öðru sinni í dag í síðari umferð undankeppninnar, 27:22, í Braila í Rúmeníu. Dunarea Braila vann einnig fyrri...
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Nordsjælland hafði betur gegn Arnóri Atlasyni og liðsmönnum Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 34:24. Leikurinn fór fram í Holstebro. Nordsjælland hefur þar með komið sér upp í 10. sæti deildarinnar með 10...
Landsliðsmarkvörður Tékka, Tomas Mrkva, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska meistaraliðið THW Kiel. Nýi samningurinn gildir fram á mitt árið 2025. Mrkva, sem valinn var handknattleiksmaður ársins 2023 í Tékklandi, kom til Kiel frá Bergischer HC sumarið 2022.
Sænski...
Joel Birlehm, markvörður Rhein-Neckar Löwen og samherji Arnórs Snæs Óskarssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar, var einstaklega óheppinn í gærkvöld í viðureign gegn Benfica í Evrópudeildinni í handknattleik í gærkvöld.
Miguel Sanchez-Migallon Naranjo, leikmaður Benfica, kastaði boltanum í þverslá í...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður átti stórleik með EH Aalborg í gærkvöld og var valin besti maður vallarins þegar EH Aalborg vann AGF Håndbold, 33:24, í Nørresundby Idrætscenter í Álaborg. Því miður kemur ekki fram á heimasíðu félagsins hversu mörg...
Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk, annað frá vítalínunni þegar lið hans Balingen-Weilstetten tapaði fyrir Lemgo á heimavelli með fjögurra marka mun, 30:26, í 1. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark fyrir Balingen-Weilstetten að þessu...
Ungverska meistaraliðið Györ hélt áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik um helgina. Liðið er það eina sem ekki hefur tapað leik í keppninni fram til þessa. Um helgina steinlágu þýsku meistararnir í Bietigheim, 34:26, þegar leikmenn Györ...
Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Telekom Veszprém þegar liðið vann Pick Szeged, 30:25, í Szeged í uppgjöri tveggja efstu liða ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Bjarki og félagar eru með 20 stig að loknum 10...
Olivier Krumbholz þjálfari franska kvennalandsliðsins í handknattleik hefur valið 20 leikmenn til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið rétt fyrir mánaðamót. Franska landsliðið verður andstæðingur íslenska landsliðsins í riðlakeppni mótsins auk slóvenska og angólska landsliðsins.
15 af 20 í Meistaradeildinni
Fimmtán af 20 leikmönnum...
Bjarki Sigurðsson fyrrverandi handknattleiksmaður hjá Val er um þessar mundir verkefnastjóri HSÍ í sjónvarpsmálum. Hann er í ítarlegu viðtali um endurvarp mynda frá handboltaleikjum í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Handkastið sem kom út í gærkvöld. Margir hafa verið með böggum...
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur valið 19 leikmenn sem koma saman til æfinga síðar í þessum mánuði áður en heimsmeistaramótið hefst 29. nóvember. Noregur er ríkjandi Evrópumeistari.
Mesta athygli vekur að Þórir kaus að velja fjóra markverði í æfingahópinn. Hann...