- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH í úrslit eftir að hafa kafsiglt Eyjamenn í uppgjörsleik

Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Íslandsmeistarar síðasta árs, ÍBV, eru úr leik. FH vann öruggan sigur á ÍBV í uppgjöri liðanna í fimmta og síðasta leik þeirra í Kaplakrika í kvöld, 34:27, að viðstöddum 2.200 áhorfendum í stórkostlegri stemningu. FH hafði fjögurra marka forskot í hálfleik 17:13 eftir að hafa hrundið áhlaupi Eyjamanna á síðustu mínútum hálfleiksins.

FH mætir annað hvort Aftureldingu eða Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Afturelding komst yfir gegn Val í kvöld með eins marks sigri að Varmá, 26:25.

Óvíst er hvernær úrslitaeinvígið hefst þar sem ekki eru öll kurl komin til grafar í hinni rimmu undanúrslitanna.

Aron Pálmarsson lék ekki með FH í kvöld vegna meiðsla og Jakob Martin Ásgeirsson tók út leikbann.

FH-ingar voru sterkari í leiknum í kvöld frá upphafi. Þeir byrjuðu afar vel. Skoruðu fyrstu þrjú mörkin og átta af fyrstu 11. Eyjamenn virtust ráðalausir gegn frábærri vörn FH og hröðum leik en mikil ákefð var í FH-liðinu frá upphafi. Eyjamenn náði áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks en FH-inga héldu ró sinni og svöruðu fyrir sig.

Símon Michael Guðjónsson skoraði 10 mörk og var markahæstur leikmanna FH. Ljósmynd/J.L.Long

Leikmenn FH byrjuðu einnig með látum í upphafi síðari hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 21:15. ÍBV náði þá öðru áhlaupi með þremur mörkum í röð. Það dugði skammt því FH-ingar tóku af skarið á ný, hreinlega stungu af. ÍBV höfðu engin svör og jafnt og þetta jók FH forskot sitt svo segja má að síðustu 10 mínúturnar hafi bara alls ekki verið spennandi, svo ójafnt var.
Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH. Hann stýrði leik liðsins eins og herforingi enn eitt skiptið. Frammistaða hans er eftirminnileg. Fleiri léku afar vel.


Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 10/3, Ásbjörn Friðriksson 6, Birgir Már Birgisson 6, Jóhannes Berg Andrason 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13/2, 35,1% – Axel Hreinn Hilmisson 1/1, 33,3%.

Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 5/1, Kári Kristján Kristjánsson 5/1, Nökkvi Snær Óðinsson 5, Arnór Viðarsson 3, Dagur Anrarsson 3, Daniel Eseves Vieira 2, Gauti Gunnarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 5, 25% – Petar Jokanovic 4, 18,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

Handbolti.is var í Kaplakrika meðal 2.200 áhorfenda og fylgdist með framvindu viðureignarinnar í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -