- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stelpurnar afgreiddu þetta verkefni af fagmennsku

Tinna Sigurrós Traustadóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín verjast í leiknum við Bandaríkríkin. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

„Stelpurnar komu vel einbeittar til leiks og afgreiddu þetta verkefni af fagmennsku,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir 16 marka sigur á bandaríska landsliðinu, 36:20, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska landsliðið vann þar með allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni og leikur næst í milliriðlakeppni 16-liða úrslita á mánudag og þriðjudag við Svartfellinga og Portúgala.

Sextán marka sigur á Bandaríkjunum

Þarf aga og vinnusemi

„Það er ekkert einfalt mál að vinna leik með 16 marka mun þótt andstæðingurinn sé álitin veikari. Til að vinna jafn stóran sigur þarf vinnusemi, gæði og aga. Það sýndu stelpurnar í kvöld. Með þessum sigri unnu þær riðlakeppnina með miklum sóma,“ sagði Ágúst Þór með þunga í röddinni.

Góð vörn – frábær markvarsla

„Varnarleikurinn í kvöld var góður, heilt yfir, og markvarslan var frábær. Etehl Gyða byrjaði í markinu en síðan tók Anna Karólína við og átti stórleik. Í framhaldinu tókst okkur að keyra fjölda hraðaupphlaup á bandaríska liðið sem lagði grunn að öruggum sigri okkar,“ sagði Ágúst Þór sem þjálfar íslenska liðið ásamt Árna Stefáni Guðjónssyni. Þeir félagar dreifðu álaginu í leiknum á milli 14 leikmanna af 16 í hópnum. Elísa Elíasdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir fengu að kasta mæðinni fyrir leikina mikilvægu á mánudag og þriðjudag.

Breiddin er að aukast

„Nokkrar stelpur sem höfðu minna leikið í fyrstu tveimur leikjunum fengu góðan leiktíma að þessu sinni og stóðu sig mjög vel sem undirstrikar að breiddin er að aukast í hópnum. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Ég er gríðarlega ánægður með af hversu miklu krafti þær komu inn í leikinn og sýndu frábæra takta á köflum,“ sagði Ágúst Þór.

HMU20 kvenna: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

Fjölmennur hópur stuðningsfólks

Eins og gefur að skilja er rífandi góð stemning í íslenska liðinu sem hefur verið í Skopje í viku. Fjölmennur hópur stuðningsfólks, Ágúst Þór telur um 60 til 70 manns, fjölskyldur leikmanna sé í Skopje lætur sitt ekki eftir liggja á pöllunum og munar um minna.

„Stuðningurinn og stemningin er gríðarlega góð á öllum leikjum okkar. Við hlökkum til framhaldsins með þennan frábæra hóp á bak við okkur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í samtali við handbolta.is.

Sjá einnig:

Svartfjallaland á mánudag og Portúgal á þriðjudag

HMU20 kvenna – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, lokastaðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -