Útlönd

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Johannessen, Rød, Tønnesen, Carlsbogård, Dibirov, Olejniczak

Norski landsliðsmaðurinn Gøran Johannessen verður ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar. Johannessen, sem er samherji Sigvalda Björns Guðjónssonar hjá Kolstad, varð fyrir því óláni á dögunum að slíta hásin. Johannessen verður frá keppni í 6 til 8 mánuði...

Fara með eins marks forskot til Álaborgar

Bjarki Már Elísson og félagar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém eiga fyrir höndum krefjandi leik við Aalborg Håndbold í Álaborg þegar liðin mætast öðru sinni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Veszprém tókst að snúa við þröngri...

Sá sem valinn var fram yfir Ólaf var rekinn í dag

Hartmut Mayerhoffer sem þjálfað hefur þýska 1. deildarliðið HC Erlangen frá Nürnberg var leystur frá störfum í morgunn í kjölfar afar slaks árangurs liðsins á undanförnum vikum. Mayerhoffer var ráðinn til Erlangen á síðasta sumri og var m.a. tekinn...
- Auglýsing -

Í eins árs bann fyrir að ráðast á eftirlitsmann – myndskeið

Króatíska handknattleikssambandið hefur úrskurðað Marko Bezjak leikmann RK Nexe í eins árs keppnisbann fyrir að missa stjórn á sér í kappleik og m.a. ráðast á eftirlitsdómara í viðureign RK Nexe og Zagreb í 7. apríl. Veselin Vujovic, sem var í...

Molakaffi: Bürkle, Daníel, Oddur, N’Guessan, Nahi, Vujović

Jens Bürkle þjálfari þýska 1. deildarliðsins Balingen-Weilstetten hefur verið leystur frá störfum. Liðið rekur lestina í deildinni þegar sex umferðir eru eftir. Í nóvember á síðasta ári var tilkynnt að Bürkle léti af störfum í lok tímabilsins og réri...

Þórir verður í Norðurlandariðli á ÓL

Norska landsliðið í handknattleik kvenna, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, hafnaði í Norðurlandariðli þegar dregið var í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Frakklandi í sumar. Norska landsliðið mætir danska landsliðinu og því sænska en lið þjóðanna þriggja voru í...
- Auglýsing -

Íslensku þjálfararnir mætast á Ólympíuleikunum

Íslensku þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson mætast í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í sumar. Landslið þeirra, Þýskaland og Króatía, drógust saman í riðil þegar dregið var í riðlana tvo í gær. Þeir mættust einnig í forkeppni leikanna í...

Molakaffi: Hansen, Parrondo, Knorr, Popovic

Mikkel Hansen lék í fyrsta sinn í gær með Aalborg eftir sex vikna fjarveru í bikarleik við smáliðið Skive. Hansen hefur glímt við meiðsli hné en liðþófi mun hafa gert honum gramt í geði. Hansen verður væntanlega kominn í...

Molakaffi: Bjarki, Telma, Cupic, Bombac, Kirkely

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Telekom Veszprém í 13 marka sigri á Balatonfüredi KSE, 33:20, á heimavelli í 23. umferð af 26 í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Telekom Veszprém virðist eiga...
- Auglýsing -

Myndskeið: Mikið gekk á þegar andstæðingar FH-inga unnu bikarinn

RK Partizan, sem tapaði fyrir FH í Evrópubikarkeppninni í byrjun vetrar, varð um helgina serbneskur bikarmeistari í handknattleik karla eftir maraþonleik við RK Vojvodina. Bráðabana í vítakeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit í leiknum. Þetta er í...

Slóvenar verða með á ÓL í fyrsta sinn

Slóvenska kvennalandsliðið í handknattleik braut blað í sögu sinni í gær þegar það tryggði sér í fyrsta sinn í sögunni farseðil á Ólympíuleika. Slóvenska landsliðið vann Svartfellinga, 30:26, í 3. og síðustu umferð forkeppnisriðils sem leikinn var í Neu-Ulm...

Forkeppni ÓL24, kvenna: úrslit – lokastaðan

Forkeppni Ólympíuleikanna hófst fimmtudaginn 11. apríl og lauk í dag, sunnudaginn 14. apríl. Tólf landslið reyndu með sér í keppni í Ungverjalandi, á Spáni og í Þýskalandi. Sex farseðlar voru í boði á Ólympíuleikana sem fram fara í París...
- Auglýsing -

Nachevski í tveggja ára bann – ekki eru öll kurl komin til grafar

Dragan Nachevski fyrrverandi stjórnarmaður í Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, og formaður dómaranefndar hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá öllum afskiptum af viðburðum á vegum EHF. Einnig hefur honum verið gert að greiða 5.000 evrur í sekt, jafnvirði um...

Svíinn tekur fram skóna til að verja mark Evrópumeistaranna

Forráðamenn Evrópumeistaraliðs SC Magdeburg hafa samið við sænska markvörðinn Mikael Aggefors til loka keppnistímabilsins. Er hann þegar kominn til Þýskalands. Með þessu er brugðist við brottfalli svissneska landsliðsmarkvarðarins Nikola Portner sem féll á lyfjaprófi á dögunum. Frekar ósennilegt er...

Molakaffi: Óðinn, Tryggvi, Rød, Westerholm

Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Kadetten Schaffausen komust í undanúrslit svissnesku A-deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld þegar þeir unnu Wacker Thun í þriðja sinn í fjórum viðureignum í átta liða úrslitum, 30:26. Óðinn Þór skoraði þrjú mörk,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -