- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað árið í röð hefst kapphlaup Vals og Hauka um meistaratitilinn

Mikið mun mæða á Elínu Rósu Magnúsdóttur og Theu Imani Sturludóttur leikmönnum Vals í úrslitaeinvíginu við Hauka sem hefst í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mætast í fyrst sinn í úrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30 í kvöld, þriðjudag. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari.
  • Valur varð deildarmeistari þriðja árið í röð í vor. Valur sat yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann ÍR, 3:0 í vinningum, í undanúrslitum.

Olís kvenna: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025

Deildarmeistarar Vals í Olísdeild kvenna 2025. Ljósmynd/Ívar
  • Haukar höfnuðu í þriðja sæti Olísdeildarar. Haukar lögðu ÍBV í tvígang í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og unnu Fram, 3:1 í vinningum talið í undanúrslitum.
  • Valur og Haukar mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn fyrir ári. Valur vann þrjá leiki, Haukar engan.
Leikmenn Hauka fagna sigri í Poweradebikarnum í byrjun mars. Ljósmynd/J.L.Long Ljósmynd/J.L.Long
  • Valur vann tvo af þremur leikjum liðanna í Olísdeildinni í vetur, 28:22 og 29:23 á heimavelli. Haukar unnu heimaleik sinn, 28:23.
  • Hálfur mánuður er síðan rimmu Hauka og Fram í undanúrslitum lauk, 5. maí með 24:20 sigri Hauka.
  • Þremur dögum áður lauk undanúrslitaeinvígi Vals og ÍR. Síðan hefur Valur leikið tvisvar gegn spænska liðinu BM Porino í úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Síðari viðureignin var á sunnudaginn og lauk með eins marks sigri Vals, 25:24. Jafntefli var í viðureigninni ytra laugardaginn 10. maí, 29:29. Valur er Evrópubikarmeistari.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir og Martha Hermannsdóttir, Íslandsmeistarar með KA/Þór 2021. Mynd/Ívar
  • Tveir leikmenn Hauka hafa orðið Íslandsmeistari í handknattleik kvenna; Rut Arnfjörð Jónsdóttir með KA/Þór 2021 og Sara Sif Helgadóttir markvörður. Sara Sif vann Íslandsmeistaratitilinn með Val 2023 og 2024. Hún kom til liðs við Hauka fyrir ári.
  • Haukar hafa sjö sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna, síðast 2005.
  • Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján skipti, þar af tvö síðustu ár.
Elín Klara Þorkelsdóttir á auðum sjó í úrslitaleik Poweradebikarsins í byrjun mars. Ljósmynd/J.L.Long
  • Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka skoraði flest mörk í Olísdeildinni í vetur, 167 mörk í 21 leik. Þetta var annað árið í röð sem Elín Klara verður markadrottning deildarinnar. Hún hefur samið við sænska liðið IK Sävehof og kveður þar með Hauka eftir úrslitakeppnina.
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals skoraði næst flest mörk í Olísdeildinni í vetur. Hún skoraði 155 mörk.
  • Stefán Arnarson annar þjálfari Hauka hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari, fjórum sinnum með Val og þrisvar með Fram. Stefán kom til Hauka sumarið 2023.
Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir þjálfarar Hauka. Mynd/Haukar
  • Þjálfaraskipti verða hjá Val eftir að úrslitarimmu Vals og Hauka lýkur. Ágúst Þór Jóhannsson lætur af störfum eftir átta ár og tekur við þjálfun karlaliðs Vals. Anton Rúnarsson tekur við af Ágústi.
  • Undir stjórn Ágústs Þórs hefur Valur á hverju ári frá 2018 leikið um Íslandsmeistaratitilinn að árinu 2020 undanskildu þegar úrslitakeppnin féll niður. Þar af varð Valur Íslandsmeistari 2019, 2023 og 2024.
Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Allir leikir Vals og Hauka í úrslitakeppninni verða sendir út í Handboltapassanum. Handbolti.is fylgir leikjunum einnig eftir í textalýsingum, frásögnum og viðtölum.
Úrslitaleikir:
20. maí: Valur – Haukar, kl. 19.30.
23. maí: Haukar – Valur, kl. 19.30.
26. maí: Valur – Haukar, kl. 19.30.
29. maí: Haukar – Valur, kl. 18.
1. júní: Valur – Haukar, kl. 16.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -