- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Ómar Ingi skoraði 14 mörk í Nürnberg

Ómar Ingi Magnússon var óstöðvandi í gær með liði sínu SC Magdebug og skoraði 14 mörk, þar af sex úr vítaköstum, í öruggum sigri á HC Erlangen í heimsókn Magdeborgarliðsins til Nürnberg, 32:27. Vart þarf að taka fram, en...

Harpa Rut og félagar jöfnuðu metin

Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar hennar í GC Amicitia Zürich halda áfram að gera það gott í úrslitakeppninni um svissneska meistaratitilinn í handknattleik. Í gær unnu þær deildarmesitara LC Brühl Handball, 27:26, á heimavelli. Þar með er staðan jöfn, hvort...

Skoraði þrjú mörk í næst síðasta leiknum

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í næst síðasta leik sínum með BSV Sachsen Zwickau þegar liðið sótti Oldenburg heim og tapaði, 30:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Staðan...
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Orri, Stiven, Hannes, Tumi

Bjarki Már Elísson leikur til úrslita með Telekom Veszprém í ungversku bikarkeppninni í dag gegn Pick Szeged. Telekom Veszprém vann Dabas KC, 38:27, í undanúrslitum í gær. Bjarki Már skoraði fimm mörk í leiknum. Orri Freyr Þorkelsson skoraði 4 mörk...

Orkan í húsinu hafði mikið að segja

„Við spiluðum frábæran leik frá upphafi til enda. Ég hefði mátt hjálpa liðinu meira í upphafi leiksins en var betri í þeim síðari,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals sem átti stórleik í síðari hálfleik í fyrri viðureigninni við...

Förum út til þess að klára dæmið

„Við héldum í okkar leikplan alla leikinn á hverju sem gekk og það skilaði góðum sigri þegar upp er staðið,“ sagði Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals í við handbolta.is eftir fjögurra marka sigur Valsara á Olympiacos í fyrri úrslitaleiknum...
- Auglýsing -

Hafþór Már hefur samið við Þór

Handknattleiksmaðurinn Hafþór Már Vignisson hefur skrifað undir samning við Þór Akureyri og leikur með liðinu í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Þór tilkynnti um komu Hafþórs Más í kvöld á samfélagsmiðlum. Segja má að hann sé kominn heim. Hafþór...

Einblínum ekki á forskotið – förum út til þess að vinna

„Ég er mest ánægður með að fá alvöru frammistöðu í leiknum og vera með leik undir þegar maður kemur út í síðari leikinn,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld strax eftir að Valur...

Valur fer með fjögurra marka forskot til Grikklands

Valur fer með fjögurra marka forkot til Grikklands í síðari úrslitaleikinn við Olympiacos í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik eftir 30:26 sigur í N1-höllinni á Hlíðarenda í fyrri viðureign liðanna í dag. Staðan var jöfn, 14:14, eftir fyrri hálfleik. Troðfullt var...
- Auglýsing -

Úrslit ráðast á Íslandsmóti 3. og 4. flokks á sunnudaginn

Á sunnudaginn, hvítasunnudag, verður leikið í Kórnum til úrslita á Íslandsmóti yngri flokka karla og kvenna í handknattleik. Unglingaráð handknattleiksdeildar HK hefur veg og vanda að mótahaldinu í ár og verður hvergi slegið slöku við, segir í tilkynningu HSÍ. Leikjdagskrá...

Evrópumolar: Nokkrar staðreyndir fyrir leik Vals og Olympiacos SFP

Gríska liðið Olympiacos SFP mætir Val í fyrri úrslitaleik Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á heimavelli Vals við Hlíðarenda klukkan 17 í dag. Síðari viðureignin fer fram í bænum Chalkida 80 km austan við Aþenu laugardaginn 25. maí. Samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur...

Ótrúlega gaman að spila Evrópuleik á Hlíðarenda

„Maður á örugglega eftir að kunna vel að meta það síðar meir að hafa lagt sig fram og tekið þátt í úrslitaleikjum í Evrópukeppni,“ segir Vignir Stefánsson leikmaður Vals í handknattleik en hann er einn leikmanna Vals sem mætir...
- Auglýsing -

Molakaffi: Nantes, Viktor, Grétar, Barcelona, Freriks

Víst er Nantes, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, verður a.m.k. í öðru sæti í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Nantes vann Montpellier í gærkvöld, 33:31, og situr sem fastast í öðru sæti og hefur sex stiga forskot...

Átta íslensk mörk í Stuttgart – Elvar og Arnar voru ekki með

Oddur Gretarsson skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, í 24. tapleik Balingen-Weilstetten í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni tapaði Balingen í heimsókn til Stuttgart, 30:27, og situr áfram á botni deildarinnar með...

Verðum að eiga okkar allra besta leik

„Mér sýnist sem lið Olympiacos sé það sterkasta sem við höfum mætt til þessa í keppninni og vel við hæfi þegar komið er í úrslit,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals sem leikur á morgun, laugardag, fyrri leikinn...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -