Grill 66-deildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar markvörður fer frá Fjölni til FH

FH hefur klófest annan markvörð frá Fjölni á fáeinum dögum. Í morgun greindi FH frá því að samið hafi verið Sigurdísi Sjöfn Freysdóttur markvörð frá FH. Hún verður 18 ára síðar á árinu og hefur verið í æfingahópum U18...

Víkingar hafa samið við Mrsulja

Samkvæmt heimildum handbolti.is hefur handknattleiksdeild Víkings samið við serbneska handknattleiksmanninn Igor Mrsulja til tveggja ára.Mrsulja er 28 ára gamall útileikmaður sem kemur til liðs við Víking frá Gróttu. Tækifærin hans hjá Gróttu á nýliðinni leiktíð voru ekki mörg en...

Vængir og Berserkir færast niður um deild

Flest bendir til þess að liðin Berserkir og Vængir Júpíters taki þátt í 2. deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Bæði léku í Grill66-deildinni, 1. deild, á nýliðnu keppnistímabili. Liðin tvö höfnuðu í tveimur neðstu sætum deildarinnar þegar...
- Auglýsing -

Auður Brynja og Kubobat valin best hjá Víkingi

Auður Brynja Sölvadóttir og Jovan Kukobat voru valin bestu leikmenn Víkings á nýliðinni leiktíð. Uppskeruhátið og lokahóf handknattleiksdeildar félagsins var haldið á dögunum þar sem veittar voru viðurkenningar til leikmanna. „Gríðarlegur metnaður og stemning er hjá leikmönnum og þjálfurum fyrir...

Víkingar krækja í hornamann frá Haukum

Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Grill66-deild karla í handknattleik. Samið hefur verið í hornamanninn Halldór Inga Jónasson til næstu tveggja ára. Halldór Ingi kemur til Víkings frá Haukum. Hinn 26 ára gamli hægri hornamaður hefur verið um...

Nokkur þjálfaraskipti hjá liðunum í Grill66-deildunum

Nokkrar breytingar verða á þjálfaramálum Grill66-deildanna í handknattleik karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil. Breytingar verða hjá Gróttu, ÍR og Víkingi í Grill66-deild kvenna. Guðmundur Helgi Pálsson heldur sínu striki með Aftureldingu sem féll úr Olísdeild kvenna. Leit stendur yfir...
- Auglýsing -

Fanney Þóra og Ásbjörn fremst hjá FH

Handknattleiksdeild FH hélt lokahóf sitt á dögunum. Þá var tækifærið notað og veittar viðurkenningar til leikmanna sem sköruðu framúr á tímabilinu sem var að ljúka. Eins voru veittar viðurkenningar til nokkurra sem náðu áfanga á ferli sínum fyrir félagið.  Fanney...

Rut og Birgir Steinn best hjá Gróttu

Á laugardaginn fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handknattleik. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar og fögnuðu góðu tímabili auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir tímabilið. Rut Bernódusdóttir og Birgir Steinn Jónsson voru til að mynda...

Tók bara tímabundið við þjálfun

„Ég tók bara tímabundið við þjálfun liðsins í byrjun desember. Þá þegar lá fyrir að aðeins væri um tímabundna ráðningu að ræða út keppnistímabilið. Ég vildi bara aðstoða félagið mitt,“ sagði Arnar Freyr Guðmundsson sem heldur ekki áfram þjálfun...
- Auglýsing -

Bilbug er ekki að finna á Kórdrengjum

Ekkert hik er á liðsmönnum Kórdrengja sem tóku þátt í Grill66-deild karla í fyrsta sinn á nýliðnu keppnistímabili. Kórdrengir höfnuðu í 9. sæti deildarinnar og léku í undanúrslitum umspils í Olísdeildinni við ÍR en máttu bíta í það súra...

HK verður áfram í Olísdeildinni

HK heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili eftir að liðið vann ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar í kvöld. HK lagði þá ÍR í þriðja sinn, 26:22, og hlaut þrjá vinninga í jafnmörgum leikjum. ÍR...

Dagskráin: Tekst ÍR-ingum að setja strik í reikning HK-inga?

HK og ÍR mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitum umspilsins í Olísdeild kvenna. Flautað verður til leiks í Kórnum í Kópavogi klukkan 18. HK stendur vel að vígi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki liðanna, 27:25 og...
- Auglýsing -

Molakaffi: Andri Heimir, Axel, Sara Dögg, Wester, Thomsen

Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna á hilluna. Andri Heimir hefur síðustu ár leikið með ÍR og var í liðinu sem endurheimti sæti í Olísdeildinni um síðustu helgi. Andri Heimir hefur víða komið við og m.a....

HK stendur vel að vígi

HK stendur vel að vígi í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna eftir annan sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 24:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8. Kópavogsliðið hefur þar með tvo vinninga en ÍR engan....

Dagskráin: HK sækir ÍR heim í umspili

Í kvöld fer fram önnur viðureign HK og ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik. Leikið verður í Austurbergi og gert ráð fyrir að flautað verði til leiks klukkan 19.30. HK vann fyrsta leik liðanna sem fram fór í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -