Grill 66-deildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Tekst ÍR-ingum að setja strik í reikning HK-inga?

HK og ÍR mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitum umspilsins í Olísdeild kvenna. Flautað verður til leiks í Kórnum í Kópavogi klukkan 18. HK stendur vel að vígi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki liðanna, 27:25 og...

Molakaffi: Andri Heimir, Axel, Sara Dögg, Wester, Thomsen

Handknattleiksmaðurinn Andri Heimir Friðriksson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna á hilluna. Andri Heimir hefur síðustu ár leikið með ÍR og var í liðinu sem endurheimti sæti í Olísdeildinni um síðustu helgi. Andri Heimir hefur víða komið við og m.a....

HK stendur vel að vígi

HK stendur vel að vígi í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna eftir annan sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 24:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8. Kópavogsliðið hefur þar með tvo vinninga en ÍR engan....
- Auglýsing -

Dagskráin: HK sækir ÍR heim í umspili

Í kvöld fer fram önnur viðureign HK og ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik. Leikið verður í Austurbergi og gert ráð fyrir að flautað verði til leiks klukkan 19.30. HK vann fyrsta leik liðanna sem fram fór í...

Mikil áskorun fyrir mig að koma Þór upp í efstu deild

„Ég er mjög ánægður með að vera á Akureyri og að starfa fyrir Þór. Ég vil vera áfram í félaginu vegna þess að mér finnst verkefni næstu ára gríðarlega spennandi; ég tel okkur hafa mjög mikla möguleika á að...

Handboltinn okkar: Undanúrslit karla og kvenna, nýjar fréttir og slúður

43. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í gærkvöld. Í þættinum var fjallaðum þriðju leikina í undanúrslitum karla þar sem að Haukum tókst að halda lífi í einvíginu gegn ÍBV en Selfoss féll úr leik eftir að hafa tapað...
- Auglýsing -

Molakaffi: Bikarmeistarar, Óskar, Viktor, Sara, Guðmundur, Sigtryggur, Victor, Rasmussen, Freitas

Væntanlegir leikmenn Fram á næsta keppnistímabili, Luka Vukicevic og Marko Coric, unnu austurrísku bikarkeppnina í handknattleik karla á laugardaginn með liði sínu, Bregenz. Þeir skoruðu fimm mörk hvor í úrslitaleiknum sem Bregenz vann, 32:30, gegn Handball Tirol. Óskar Ólafsson skoraði...

Skammt stórra högga á milli hjá Gunnari

Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Gunnarsson var ekki lengi að fá nýtt starf eftir að Haukar leystu hann undan samningi í gær. Fyrir stundu var tilkynnt að Gunnar taki við þjálfun kvennaliðs Gróttu af Kára Garðarssyni. Grótta hefur samið við Gunnar til...

Torsótt en lærdómsrík leið – Herbert fagnaði með ÍR-ingum

„Það er virkilega kærkomið og um leið mikilvægt fyrir félagið að endurheimta sætið í Olísdeildinni eftir eins árs veru í Grill66-deildinni,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, í samtali við handbolta.is í dag. ÍR vann í gær Fjölni í umspili...
- Auglýsing -

Kári lætur gott heita hjá Gróttu

Kári Garðarsson er hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu. Hann staðfesti það við handbolta.is í dag. Kári stýrði sínum síðasta leik gegn HK í undanúrslitum Olísdeildar á dögunum. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver tekur við af Kára. „Þetta er komið...

Með samningnum er lagður hornsteinn

Eins og kom fram á handbolta.is á föstudaginn þá hefur handknattleiksþjálfarinn Stevce Alusovski ákveðið að vera áfram í herbúðum Þórs á Akureyri. Í gær sagði Akureyri.net frá að Alusovski hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Árni Rúnar...

ÍR veitti HK hörku keppni

HK vann nauman sigur á ÍR í fyrstu viðureign liðanna í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í Kórnum í kvöld, 27:25. HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik og var það mesti munurinn á liðunum í leiknum. Næsti...
- Auglýsing -

ÍR tekur sæti í Olísdeildinni

ÍR fylgir Herði frá Ísafirði eftir upp í Olísdeild karla eftir að hafa unnið Fjölni með þremur vinningum gegn einum í umspili um sæti í Olísdeild. ÍR vann fjórðu viðureign liðanna í Dalhúsum í dag, 27:25, eftir að hafa...

Dagskráin: Snýr Selfoss við taflinu? – Umspil karla og kvenna

Með sigri á heimavelli í kvöld tryggir Valur sér sæti í úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Eftir tvo sigurleiki í undanúrslitarimmunni við Selfoss þarf Valur aðeins einn sigur í viðbót til þess að ná markmiði sínu í þessum hluta...

Alusovski heldur áfram að þjálfa Þór

Norður Makedóníumaðurinn Stevce Alusovski heldur áfram þjálfun Þórs á Akureyri á næsta keppnistímabili í Grill66-deild karla. Frá þessu var greint á balkan-handball í gær. Þar segir að Alusovski hafi samþykkt að stýra Þór á næsta keppnistímabili. Undir stjórn Alusovski hafnaði...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -