Grill 66-deildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með minnsta mun fór Víkingur burtu með bæði stigin

Víkingur gerði það gott í dag þegar lið félagsins sótt tvö stig í Dalhús í Grafarvogi með því að leggja Fjölni/Fylki, 25:24, í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Þetta var sjöundi sigur Víkinga í deildinni á keppnistímabilinu. Liðið...

„Ekkert annað að gera en að klára leikinn einn“

„Gunnar Óli meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en ég dæmdi einn það sem eftir var af leiknum,“ sagði Bjarki Bóasson handknattleiksdómari við handbolta.is í morgun. Bjarki stóð í ströngu í gærkvöldi þegar...

Mætt á völlinn eftir sex ára fjarveru vegna höfuðhöggs

Handknattleikskonan Anna Katrín Stefánsdóttir lék á ný með meistaraflokksliði Gróttu í gærkvöld eftir að hafa verið úr leik í rúm sex ár eftir að hafa fengið þungt högg á gagnaugað á æfingu undir lok ársins 2015. Fékk hún þá...
- Auglýsing -

Dagskráin: Fernar vígstöðvar í þremur deildum

Keppni á Íslandsmótinu í handknattleik mjakast áfram eftir því sem tök eru á vegna kórónuveirunnar. Til stóð að sjö leikir yrðu á dagskrá í dag en þremur hefur verið frestað, tveimur um óákveðinn tíma, en þeim þriðja, viðureign Fram...

Harðarmenn töpuðu á Ásvöllum – Vængir unnu botnslaginn

Leikmenn Harðar frá Ísafirði töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttu Grill66-deildar karla í kvöld þegar ungmennalið Hauka vann þá með þriggja marka mun, 35:32, á Ásvöllum. Hörður er þar með fjórum stigum á eftir ÍR sem trónir á toppnum. Hvort...

FH notaði tækifærið og tyllti sér í annað sæti

FH komst í annað sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með sigri á ungmennaliði Vals, 31:18, í Kaplakrika því á sama tíma tapaði ÍR fyrir Gróttu, 23:20, í Hertzhöllinni en ÍR var í öðru sæti, stigi fyrir ofan FH, þegar...
- Auglýsing -

Grótta stöðvaði sigurgöngu ÍR-inga

Grótta kom í veg fyrir að ÍR kæmist upp að hlið Selfoss í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með því að vinna bæði stigin í viðureign liðanna í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 23:20. ÍR er þar með tveimur stigum...

Dagskráin: Toppbaráttan í algleymi

Það verður nóg um að vera í Grill66-deildunum í handknattleik í kvöld. Tvö af þremur efstu liðum Grill66-deildar kvenna, ÍR og FH, verða í eldlínunni. FH, sem er í þriðja sæti aðeins þremur stigum á eftir Selfossi sem er...

Molakaffi: Toft, Rut, Skogrand, Morval, Sercien-Ugolin, Horvat

Danski landsliðsmarkvörðurinn Sandra Toft hefur samið við ungverska stórveldið, Györ. Tekur hún stöðu franska landsliðsmarkvarðarins Amandine Leynaud sem hyggst hætta keppni í sumar.  Auk Toft verða markverðirnir Laura Glauser og Silje Solberg áfram hjá ungverska liðinu en forráðamenn Györ...
- Auglýsing -

ÍR-ingar sluppu með skrekkinn

Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, slapp með skrekkinn í kvöld í heimsókn sinni í Origohöllina hvar liðið mætti ungmennaliði Vals. ÍR-ingum tókst að knýja fram nauman sigur, 28:27, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik,...

Dagskráin: ÍR-ingar sækja heim ungmenni Valsara

Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, sækir ungmennliða Vals heim í kvöld kl. 19.30. Ungmennalið Vals hefur sýnt í undanförnum leikjum að það er til alls líklegt. M.a. veittu Valsarar liðsmönnum Harðar hörkukeppni á dögunum. ÍR-ingar verða að hafa sig...

Selfoss endurheimti efsta sætið – Tinna Sigurrós skoraði 11 mörk

Tinna Sigurrós Traustadóttir átti enn einn stórleikinn á leiktíðinni í kvöld þegar Selfoss vann Gróttu, 30:24, í Sethöllinni á Selfossi í Grill66-deild kvenna. Tinna Sigurrós skoraði 11 mörk að þessu sinni og réðu leikmenn Gróttu ekkert við unglingalandsliðskonuna. Hún...
- Auglýsing -

Líflegt í félagaskiptum: Garðar í ÍBV, Andri í Gróttu, Daníel í FH og Logi til Eyja

Línumaðurinn þrautreyndi, Garðar Benedikt Sigurjónsson, hefur heldur betur söðlað um og gengið til liðs við ÍBV en hann var síðast í herbúðum Vængja Júpíters í Grill66-deildinni. Garðar, sem lék lengi með Fram og síðar Stjörnunni, hefur lítið komið við...

Kórdrengir fóru tómhentir frá Ásvöllum

Ungmennalið Hauka vann nauman sigur á liði Kródrengja, 30:28, í viðureign liðanna í Grill66-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Með sigrinum færðust Haukar upp að hlið ungmennaliðs...

Reynslumaður til liðs við Kórdrengi

Hlaupið hefur á snærið hjá nýliðum Kórdrengja sem leika í Grill66-deild karla. Samkvæmt heimildum handbolta.is hefur félagið samið við Svein Aron Sveinsson um að leika með liði félagsins út keppnistímabilið. Sveinn Aron er að komast á fulla ferð eftir að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -