Elvar Örn Jónsson skoraði átta mörk og átti eina stoðsendingu og Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark og lék talsvert með í vörninni þegar lið þeirra, MT Melsungen, tapaði með tveggja marka mun fyrir Stuttgart, 33:31, í þýsku 1....
Haukur Þrastarson og liðsmenn pólska meistaraliðsins Industria Kielce sitja í fjórða sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir töpuðu fyrir PSG í París í kvöld með níu marka mun, 35:26. Franska liðið fór þar með upp...
Hrannar Ingi Jóhannsson leikmaður ÍR var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag. Hrannar Ingi hlaut útilokun með skýrslu í leik ÍR og Fram U í Grill 66-deild karla 17. febrúar. Hrannar verður þar af...
Vopnin snerust í höndum Sigvalda Björns Guðjónssonar og liðsmanna norska meistaraliðsins Kolstad í kvöld þegar þeir mættu HC Zagreb á heimavelli í 12. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kolstad þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur ekkert leikið með danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel síðan síðla í janúar eftir að hún fékk þungt höfuðhögg sem olli heilahristingi. Hún gat þar af leiðandi ekki gefið kost á sér í landsliðið sem mætir...
Nærri tvær vikur eru liðnar síðan það spurðist út með fréttum króatískra fjölmiðla að Dagur Sigurðsson væri efstur á óskalista króatíska handknattleikssambandsins í leit þess að þjálfara fyrir karlalandsliðið. Því var meira að segja haldið fram að samkomulag væri...
Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro mátti bíta í það súra epli að leikmenn hans töpuðu í gær á heimavelli, 35:34, fyrir grannliðinu Mors-Thy í upphafsleik 22. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þetta var um leið fyrsti sigur Mors-Thy í...
Önnur umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með félagsliðum sínum. Úrslit leikjanna, staðan og það helsta af Íslendingunum er að finna hér fyrir neðan.
1. riðill:RN-Löwen - Hannover-Burgdorf...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í kvöld þegar Nantes vann pólska liðið Górnik Zabrze, 31:23, á heimavelli í annarri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli varði 17 skot, 43,6%, og átti þar af leiðandi stóran þátt...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, 32:31, í annarri umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Max...
Arnór Snær Óskarsson fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum fyrir Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Hann skoraði sex mörk í jafnmörgum skotum auk þess sem Gummersbach vann leikinn, sem var við Leipzig, 30:29. Þýski ...
Landsliðsmanninum Sigvalda Birni Guðjónsson líkar svo vel lífið hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi að hann hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið, fram til loka leiktíðarinnar sumarið 2030. Frá þessu er sagt á heimsíðu Kolstad í...
Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna og ríkjandi Evrópumeistara ætlar að leika alvöru landsleiki í aðdraganda Ólympíuleika í sumar. Ákveðið hefur verið að norska landsliðið leiki tvisvar sinnum við heimsmeistara Frakka í byrjun júlí og mæti síðan danska...
Stiven Tobar Valencia var markahæstur hjá Benfica í gær þegar liðið vann Porto, 28:27, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli. Stiven Tobar skoraði sex mörk í sjö skotum. Þetta var annar tapleikur Porto í deildinni á keppnistímabilinu...
SC Magdeburg missti af tveimur stigum í dag í kapphlaupinu við Füchse Berlin um þýska meistaratitilinn í handknattleik karla þegar liðið tapaði í heimsókn sinni til Hannover-Burgdorf, 28:27. Uladzislau Kulesh skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok. Heiðmar Felixson er...