Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hefur undankeppni Evrópumótsins 2024 í kvöld með leik við landslið Lúxemborgar. Viðureignin fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Aðgangur verður án endurgjalds í boði Boozt.com, eins af...
Sænski handknattleiksmaðurinn Christoffer Brännberger hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna eftir að hafa fengið enn eitt keppnisbannið fyrir grófan leik í sænsku úrvalsdeildinnni með liði sínu Önnereds. Brännberger tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöld eftir að hafa verið úrskurðaður...
Leikmenn Ribe-Esbjerg léku við hvern sinn fingur þegar þeir lögðu Lemvig, 31:22, í áttundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á heimavelli í gærkvöld. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar í þessum örugga sigri. Ágúst Elí Björgvinsson spreytti sig...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað tveimur leikjum ísraelska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2024 sem til stóð að færu fram í vikunni. Ástæðan er ástandið í Ísrael þar sem stríðsátök ríkja í landinu og ekki með nokkru móti hægt að...
Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk í tíu marka sigri Kristianstad, 31:21, í síðari leik liðsins við BK Heid í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gær. Kristianstad vann báðar viðureignir liðanna samanlagt, 62:44.
Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sex mörk fyrir...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa verið settir dómarar á viðureign Telekom Veszprém og FC Porto í 4. umferð í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Veszprém miðvikudaginn 11. október. Þetta verður annar...
Danski handknattleiksþjálfarinn Martin Albertsen var leystur frá störfum hjá ungverska kvennaliðinu FTC (Ferencváros) í gær. Albertsen tók við þjálfun liðsins í sumar og hætti m.a. um leið þjálfun svissneska kvennalandsliðsins. FTC er taplaust í ungversku úrvalsdeildinni að loknum fjórum leikjum....
Berglind Þorsteinsdóttir sem gekk til liðs við Fram frá HK í sumar lék ekki með liðinu gegn Aftureldingu að Varmá í upphafsleik 5. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöld. Einnig var Erna Guðlaug Gunnarsdóttir fjarverandi í liði Fram.
Bjarki Már...
Hvorki Dagur Sverrir Kristjánsson né Þorgils Jón Svölu- Baldurson skoruðu fyrir HF Karlskrona þegar liðið tapaði í gær fyrir HK Aranäs, 33:30, á útivelli í fjórðu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með HF Karlskrona...
Í dag eru 99 dagar þangað til Evrópumót karla í handknattleik hefst í Þýskalandi. Haft var eftir Andreas Michelmann forseta þýska handknattleikssambandsins í fjölmiðlum í gær að um 250 þúsund miðar á leiki mótsins væru seldir af um 400...
Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur skrifað undir nýjan samning við sænska handknattleikssambandið um þjálfun karlalandsliðsins og ríkjandi Evrópumeistara. Samningurinn gildir fram yfir Evrópumótið 2026 sem haldið verður í grannríkjunum Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Solberg tók við þjálfun karlalandsliðs Svíþjóðar árið 2020...
Fjórða umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Á laugardaginn var boðið uppá skandinavískan slag af bestu gerð þegar danska liðið Esbjerg gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi Evrópumeistara í Vipers Kristiansand 38 – 37. Norska...
Fjórða umferð í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattelik fer fram um helgina þar sem athyglin mun beinast að leik Ikast og Krim í B-riðli. Liðin sitja óvænt í efstu tveimur sætum B-riðils taplaus eftir þrjár umferðir.
Í A-riðli reyna Bietigheim...
Arnór Atlason fagnaði sigri á heimavelli með liði sínu TTH Holstebro á liðsmönnum Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær, 38:29, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13. Holstebro færðist upp í 10. sæti...
Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu íþróttafélagsins Gróttu. Anna Úrsúla er Gróttufólki að góðu kunn enda uppalin innan raða félagsins sem iðkandi hjá handknattleiksdeild, segir í tilkynningu. Hún var fyrirliði meistaraflokks þegar liðið varð Íslands-,...