- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Geggjað að hafa landað þessu

- Auglýsing -


„Það er geggjað að hafa landað þessu. Við höfðum allir trú á því að við myndum vinna í dag og ná titlinum,“ sagði Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Íslandsmeistari með Fram í samtali við handbolta.is í sigurgleðinni eftir að Gauti og félagar tóku við Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik karla að loknum þriðja sigrinum á Val í úrslitarimmunni á Hlíðarenda í kvöld, 28:27.

Frábært að fá annað tækifæri

Gauti skoraði sigurmark leiksins þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiktímanum. „Það var frábært að fá tækifæri til þess að skora sigurmarkið eftir að hafa klikkað á svipuðu færi rétt áður,“ sagði Gauti sem hefur aldrei orðið Íslandsmeistari áður. Hann fagnar tveimur titlum þetta tímabilið því hann varð einnig bikarmeistari með Fram í byrjun mars, titill sem Fram hafði beðið eftir í aldarfjórðung í karlaflokki.

Allir leggja í púkkið

„Við erum með frábært lið þar sem allir leggja eitthvað í púkkið. Við vorum meðvitaður um það að ef allir skila sínu í hverjum leik þá eigum við að vinna alla leiki,“ sagði Gauti.

Gott að skila til baka

„Eftir því sem á tímabilið leið þá jókst sjálfstraust okkar. Við settum okkur það markmið að vinna bikarinn og síðan meistaratitilinn. Stemningin hefur vaxið jafnt og þétt í kringum okkur allt tímabilið og þess vegna er geggjað að geta skilað einhverju til baka,“ sagði Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Íslandsmeistari með Fram.

Lengra viðtal við Gauta er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Olísdeild karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -