- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir töpuðu í Berlín – Íslendingar fengu tvö rauð spjöld

spjald - spjöld
- Auglýsing -

Eftir góðan sigur á Flensburg á sunnudaginn máttu leikmenn Evrópumeistara SC Magdeburg bíta í það súra epli að tapa fyrir Füchse Berlin í heimsókn í höfuðborgina í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:26. Berlínarliðið er þar með eitt fimm taplausra liða í deildinni og situr í efsta sæti með meisturum síðasta árs, THW Kiel. Tveimur íslenskum landsliðsmönnum var sýnt rauða spjaldið í leikjum kvöldsins.

Blátt og rautt

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir SC Magdeburg og átti þrjár stoðsendingar að auki. Selfyssingurinn fékk bæði rautt og blátt spjald sex mínútum fyrir leiksloka fyrir að ganga fast fram á leikvellinum. Staðan var þá 28:22 fyrir Berlínarliðið.

Reyndar var rauða spjaldið á Janus Daða kolvitlaus ákvörðun dómaranna því það var samherji Janusar sem var sá brotlegi.

Hlekkur á samantekt úr leiknum:
https://www.youtube.com/watch?v=Xyp8Ff3aZrg

Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli.

Jerry Tollbring og Hans Lindberg skoruðu átta mörk hvor fyrir Füchse Berlin. Daninn Mchael Damgaard skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og var markahæstur.

Eyjamaður sá rautt

Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster tryggði Gummersbach annað stigi á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf, 33:33. Köster jafnaði metin 11 sekúndum fyrir leikslok. Einni mínútu áður hafði Elliði Snær Viðarsson fengið rauða spjaldið. Hann hafði þá skorað tvisvar sinnum fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem hefur þrjú stig eftir þrjá leiki.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem tapaði sínu fyrsta stigi á keppnistímabilinu.

Hlekkur á samantekt úr leiknum: https://www.youtube.com/watch?v=ok-2qGYeV0I

Þriðja tapið

Bergischer HC tapaði sínum þriðja leik í röð með einu marki er liðið sótti HC Erlangen heim til Nürnberg, 28:27. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC sem er í hópi neðstu liða.

Hlekkur á samantekt úr leiknum:
https://www.youtube.com/watch?v=9AlkayXpkKc


Nýliðar Eisenach halda áfram að koma á óvart. Í kvöld lögðu þeir Göppingen á sannfærandi hátt á heimavelli, 27:24, og hafa fjögur stig.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -