- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn lagði refina – Bjarki Már og Ómar Ingi fóru með himinskautum

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg urðu í kvöld fyrstir til þess að leggja Füchse Berlin að velli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á leiktíðinni. Þeir unnu meira að segja öruggan sigur á heimavelli, 28:23, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:9.


Teitur Örn lagði sitt lóð á vogarskálina með því að skora þrjú mörk í fimm skotum auk þess sem hann átti eina stoðsendingu. Daninn Mads Mensah var markahæstur hjá Flensburg með sjö mörk og fyrirliði þýska landsliðsins, línumaðurinn Johannes Golla, var næstur með fimm mörk. Jacob Holm og Lasse Andersson skoruðu sex mörk hvor fyrir Berlínarliðið.


Bjarki Már Elísson fór nánast með himinskautum þegar Lemgo vann Rhein-Neckar Löwen, 33:30, í Mannheim í kvöld. Bjarki Már skoraði 12 mörk í 14 skotum. Þrjú markanna skoraði Bjarki Már úr vítaköstum. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen.


Ómar Ingi Magnússon átti einnig stórleik og skoraði níu mörk í 13 skotum, þar af voru sex mörk úr vítaköstum, þegar Magdeburg hélt sigurgöngu sinni áfram með naumum sigri á Göppingen á útivelli, 25:24. Ómar Ingi átti einnig fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg.

Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk í fimm skotum átti eina stoðsendingu er Melsungen tapaði á heimavelli fyrir GWD Minden, 29:25. Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson skoruðu ekki mark fyrir Melsungen.


Loks vann Wetzlar liðsmenn Lübbecke, 29:25.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -