- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst að velgja meisturunum undir uggum

Janus Daði Smárason á fullri ferð í leik með Göppingen á síðasta keppnistímabili. Mynd/Frisch auf Göppingen
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason og samherjar í Göppingen veittu leikmönnum Þýskalandsmeistara THW Kiel harða keppni á heimavelli í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Herslumun vantaði upp á hjá Göppingen undir lokin að jafna metin. Sterkt lið Kiel stóð af sér áhlaupið og fór heim með bæði stigin, lokatölur, 31:28.


Göppingen lánaðst tvisvar sinnum á lokamínútunum að velgja leikmönnum Kiel hressilega undir uggum og minnka forskot þeirra niður í eitt mark, 28:27 og 29:28, síðast þegar rétt liðlega tvær mínútur voru til leiksloka. Nær komst Göppingen-liðið ekki. „Við vorum ekki alveg nógu skarpir í síðustu sóknum okkar,“ sagði Janus Daði í skilaboðum til handbolta.is rétt eftir leikslok.


Kiel fór þar með upp að hlið Rhein-Neckar Löwen í efsta sæti deildarinnar. Hvort lið um sig hefur 16 stig eftir níu leiki. Janus og félagar sitja í fimmta sæti með 12 stig, einnig að loknum níu leikjum.


Janus Daði skoraði ekki mark í leiknum, átti tvö markskot og nokkrar stoðsendingar. Marcel Schiller var markahæstur hjá Göppingen með átta mörk. Sebastian Heymann og Nemanja Zelenovic skoruðu fimm mörk hvor. Sandor Sagosen skoraði átta mörk fyrir Kiel og Niclas Ekberg sex.

Önnur úrslit:
Coburg – Füchse Berlin 25:32
Essen – Hannover-Burgdorf 26:26
Balingen – Flensburg 25:32
Leipzig – Magdeburg 33:29

Fyrr í dag fjallaði handbolti.is um leik Balingen og Flensburg og Leipzig og Magdeburg. Þá umfjöllun er hægt að nálgast með því að smella hér.


Innan skamms hefst viðureign Bergischer og Melsungen. Íslendingar koma við í sögu hjá báðum liðum. Handbolti.is mun vitanlega segja frá leiknum þegar hann verður um garð genginn.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Rhein-Neckar Löwen 16(9), Kiel 16(9), Flensburg 14(8), Stuttgart 13(10), Göppingen 12(9), F.Berlin 11(8), Leipzig 11(9),Lemgo 11(10), Wetzlar 10(10), Melsungen 9(6), Erlangen 9(10), Magdeburg 8(8), Bergischer 7(8), Hannover-Burgdorf 7(8), Nordhorn 6(10), Balingen-Weilstetten 5(10), Luwdigshafen 5(10), GWD Minden 3(7), Essen 3(8), Coburg 0(9).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -