Serbneski handknattleiksmaðurinn Igor Mrsulja sem samdi við Gróttu í sumar hefur fengið leikheimild með liðinu. Þetta kemur fram á vef HSÍ en leikheimildin var gefin út í morgun.
Mrsulja ætti þar með að verða gjaldgengur með liðinu í gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 í Hertzhölllinni á Seltjarnarnesi.
Mrsulja er Serbi en lék síðast með félagsliði í Norður-Makedóníu. Hann er 27 ára gamall miðjumaður og lék m.a. með yngri landsliðum Serbíu í lokakeppni heims- og Evrópumóta frá 2011-2014. Hann hefur tvisvar sinnum orðði serbneskur meistari, bikarmeistari í heimalandi, bikarmeistari í Hollandi auk þess að hafa reynslu úr Evrópukeppni með fyrri félagsliðum sínum.
Japananum Akimasa Abe sem einnig hyggst leika með Gróttu er enn án leikheimildar.