Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi frá 15. janúar til 1. febrúar. Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í gær hvaða dómarar hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni.
Sjötta EM hjá Antoni Gylfa
Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð í karlaflokki sem Anton og Jónas dæma saman en sjötta mótið sem Anton Gylfi tekur þátt í. Hann dæmdi á EM karla 2012 með Hlyni Leifssyni. Auk þess dæmdu Anton og Hlynur saman á EM kvenna 2008 í Norður Makedóníu.
Ekki hefur verið greint frá því ennþá hverjir verða eftirlitsmenn á EM karla að þessu sinni. Á síðasta ári var Hlynur Leifsson á meðal eftirlitsmanna á HM karla. Anton Gylfi og Jónas hafa hinsvegar ekki átt upp á pallborðið meðal þeirra sem velja dómara á HM.
Eftirtalin pör dæma á EM karla í janúar nk:
Amar Konjicanin / Dino Konjicanin (Bosnía).
Vaclav Horacek / Jiri Novotny (Tékkland).
Mads Hansen / Jesper Madsen (Danmörk).
Javier Alvarez Mata / Lopez Yon Bustamante (Spánn).
Andreu Marín / Ignacio Garcia (Spánn).
Robert Schulze / Tobias Tönnies (Þýskaland).
Adam Biro / Oliver Kiss (Ungverjaland).
Jónas Elíasson / Anton Gylfi Pálsson (Ísland).
Tomas Barysas / Petrusis Povilas (Litáen).
Igor Covalciuc / Alexei Covalciuc (Moldóva).
Dimitar Mitrevski / Blagojche Todorovski (N-Makedónía).
Slave Nikolov / Gjorgji Nachevski (N-Makedónía).
Ivan Pavicevic / Milos Raznatovic (Svartfjallaland).
Lars Jørum / Kleven Havard (Noregur).
Daniel Accoto Martins / Roberto Accoto Martins (Portúgal).
Bojan Lah / David Sok (Slóvenía).
Mirza Kurtagic / Mattias Wetterwik (Svíþjóð).
Kursad Erdogan / Ibrahim Özdeniz (Tyrkland).