Olísdeildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír skrifa undir samninga í Safamýri

Þrír leikmenn hafa skrifað undir nýja samninga við handknattleiksdeild Fram. Þar eru um að ræða markvörðinn Lárus Helga Ólafsson og Færeyingana Vilhelm Poulsen og Rógva Dal Christiansen en tveir þeirra síðarnefndu gengu til liðs við Fram á síðasta sumri. Lárus...

Verður áfram hjá ÍBV

Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, hefur skrifað undir nýjan samning til næstu tveggja ára við bikarmeistara ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV. Theodór hefur undanfarin ár verið einn allra besti hornamaður Olísdeildarinnar og hefur verið lykilmaður hjá...

HSÍ hefur óskað eftir undanþágum

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, staðfesti við handbolta.is í morgun að HSÍ hafi sótt um undanþágur til heilbrigðisráðuneytisins vegna æfinga meistaraflokka og eins til æfinga kvennalandsliðsins sem þarf að hefja undirbúning sem fyrst vegna undankeppni HM sem fram...
- Auglýsing -

Leikjum kvöldsins frestað – framhaldið er óljóst

Leikjum á Íslandsmótinu í handknattleik sem fram áttu að fara í kvöld hefur verið frestað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, sendi frá sér fyrir stundu. Til stóð að einn leikur færi fram í Olísdeild karla og...

Skellt í lás næstu þrjár vikur

Frá og með miðnætti verður óheimilt að æfa og leika handknattleik hér á landi. Þetta er á meðal þess sem heilbrigðisráðherra greindi frá fyrir nokkrum mínútum á blaðamannafundi í Hörpu. Mjög hertar reglur í smitvörnum taka gildi á...

Handboltinn okkar: Gunnari hrósað og farið yfir dómsmál

45. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar er kominn út. Jói Lange er enn fjarri góðu gamni en þeir Gestur og Arnar héldu boltanum á lofti í þessum þætti. Þeir fóru yfir allt það helsta sem gerðist í 15. umferð...
- Auglýsing -

Dagskráin: Þór fær heimsókn – heil umferð í Grill-deildinni

Leikmenn Þórs á Akureyri og Vals ríða á vaðið í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 18. Fleiri leikir í 16. umferðinni verða háðir annað kvöld. Fjörið í...

Molakaffi: Staðfest hjá Hannesi en sterkur grunur hjá Steinunni, sigur hjá Arnóri, veiran herjar á stórlið

Handknattleiksmaðurinn ungi hjá Selfossi, Hannes Höskuldsson, sleit krossband í viðureign Selfoss og Aftureldingar í Olísdeild karla á dögunum. Hann verður þar með frá keppni út þetta ár ef að líkum lætur. Hannes hefur skorað 17 mörk í Olísdeildinni í...

Fann strax að eitthvað hafði farið úrskeiðis

„Líkamlega hef ég haft það betra en á móti kemur að ég er frábærum félagsskap í sóttkví með vinkonum úr Eyjum sem geta bætt nær allt upp,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður ÍBV. Hún var annar...
- Auglýsing -

Heilsan verður alltaf í fyrsta sæti

„Heilsan hjá honum í gærkvöld var betri en maður þorði að vona og miðað við hvernig þetta leit út,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu við handbolta.is í spurður um heilsufarið á Daníel Erni Griffin, leikmanni Gróttu, sem fékk...

KA/Þór krefst endurupptöku og annarra dómara

KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem KA/Þór sendi frá sér fyrir stundu. Eins og kom fram fyrir helgina þá felldi Áfrýjunardómstóll HSÍ upp þann...

Selfoss hlaðvarpið: Þarf að rúlla betur liðinu og halda gott partý?

Nýjasti þáttur af Selfoss hlaðvarpinu er kominn í loftið þar sem fjallað er um allt sem við kemur handknattleik á Selfossi. Gestir nýja þáttarins eru Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss og hinn þrautreyndi handknattleiksmaður, landsliðsmaður og atvinnumaður til margra...
- Auglýsing -

KA – Stjarnan, myndasyrpa að norðan

Stjarnan lagði KA, 32:27, í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld og færðist upp í sjöunda sæti deildarinnar eins og fjallað er um hér. Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var eins og venjulega með myndavélina á lofti í KA-heimilinu í...

Með tögl og hagldir í Austurbergi

Framarar færðust upp í áttunda sæti Olísdeildar karla í kvöld með öruggum sigri á lánlausum leikmönnum ÍR, 29:23, í íþróttahúsinu í Austurbergi. Framarar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og virtist aldrei vera sennilegt...

Sætaskipti í KA-heimilinu

Stjarnan hafði sætaskipti við KA í Olísdeild karla með sigri á Akureyrarliðinu í KA-heimilinu í kvöld, 32:27, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 17:16. KA féll þar með niður í áttunda sæti deildarinnar og er með 15...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -