- Auglýsing -

Enn einu sinni var Gidsel markakóngur í stórkeppni

- Auglýsing -


Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel varð markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á nýliðinni leiktíð með 135 mörk. Segja má að Gidsel taki vart þátt í handknattleiksmóti þessi árin án þess að standa uppi sem markakóngur.

Gidsel var markahæstur á HM 2023 og 2025, á EM 2024 og á Ólympíuleikunum síðasta sumar í Frakklandi. Á ÓL 2021 varð Gidsel annar markahæstur.


Gidsel var reyndar næst markahæstur í þýsku 1. deildinni á nýliðnu keppnistímabili með 275 mörk. Hann skoraði hinsvegar langflest mörk leikmanna þýsku 1. deildarinnar að frádregnum vítaköstum því hann tekur aldrei vítaköst, hvorki fyrir félagslið sitt né danska landsliðið. Sú staðreynd gerir afrek þessa danska handknattleikssnilling ennþá áhugaverðari.

Aðeins einu sinni í sögu Meistaradeildar hefur handknattleiksmaður skoraði fleiri mörk á einu tímabili en Gidsel gerði að þessu sinni. Landi hans Mikkel Hansen skoraði 141 mark tímabilið 2015/2016 fyrir PSG. Hansen var vítaskytta PSG.

Auk 135 marka í 18 leikjum Meistaradeildarinnar þá varð Gidsel næst efstur á lista yfir flestar stoðsendingar, 65. Hollendingurinn Luc Steins er efstu með 72 sendingar. Steins lék fjórum leikjum færri en Gidsel.


Markahæstu leikmenn Meistaradeild karla 2024/2025:

Mathias Gidsel, Füchse Berlin, 135 mörk.
Mario Sostaric, Pick Szeged, 130 mörk.
Lasse Andersson, Füchse Berlin, 115 mörk.
Martím Costa, Sporting, 105 mörk.
Kamil Sypprzak, PSG, 104 mörk.
Aymeric Mnne, HBC Nantes, 88 mörk.
Valero Rivera, HBC Nantes, 88 mörk.
Filip Kuzmanovski, Eurofarm Pelister, 87 mörk.
Tim Freihöfer, Füchse Berlin, 82 mörk.
Nedim Remili, One Veszprém, 79 mörk.
Francisco Costa, Sporting, 79 mörk.
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, 79 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -