Austurríkismaðurinn Michael Wiederer sækist eftir endurkjöri sem forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, á þingi sambandsins 19. og 20. september. Wiederer hefur setið í stól forseta frá 2016 þegar hann tók við af Frakkanum Jean Brihault.
Wiederer, sem 69 ára, var framkvæmdastjóri EHF frá stofnun 1992 fram til 2016 þegar hann var kjörinn forseti sambandsins.
Wiederer er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Síður er reiknað með að hann fái mótframboð.
Forseti EHF er kjörinn til fjögurra ára í senn. Fyrsta tímabil sitt sat Wiederer í fimm ár vegna þess að þingið 2020 féll niður vegna covid.
Svíinn Stefan Holmqvist var fyrsti forseti EHF frá 1991 til 2004. Norðmaðurinn Tor Lian tók við af Holmqvist og var í átta ár áður en Frakkinn Brihault sat eitt fjögurra ára tímabil frá 2012 til 2016.