Olís karla

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór lánaður frá Haukum

Örvhenti hornamaðurinn Halldór Ingi Jónasson hefur verið lánaður til Aftureldingar frá Haukum, næstu tvo mánuði. Þetta hefur handbolti.is eftir heimildum. Halldór Ingi, sem er nýlega stiginn upp úr meiðslum, á að fylla skarð Guðmundar Árna Ólafssonar sem fingurbrotnaði á dögunum...

Bergur Elí hættur – Goto án leikheimildar

Hægri hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson hefur lagt skónna til hliðar og hefur ákveðið að leika ekki með Gróttu í Olísdeildinni í vetur. Hann tilkynnti þjálfarateyminu þetta í lok ágúst. Bergur Elí gekk í raðir Gróttu frá Fjölni fyrir tímabilið en þar...

Breytum gömlum og úreltum viðhorfum

Handknattleikssamband Íslands hóf í dag átakið Breytum leiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja...
- Auglýsing -

„Þetta mál er klúður“

„Í samningi okkar við Perovic var fyrirvari þar sem er kveðið á um að samningurinn taki ekki gildi ef Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun veiti ekki nauðsynleg leyfi fyrir komu hans til landsins. Það er á hreinu og tæru,“ sagði Magnús...

Perovic kemur ekki til Þórs

Ekkert verður úr því að örvhenta skyttan, Vuk Perovic, gangi til liðs við Þór Akureyri og leiki með liðinu í Olísdeild karla á leiktíðinni sem hefst síðar í vikunni. Vísir greinir frá þessu í morgun og hefur eftir Magnúsi...

Samstarf HSÍ, Olís og Sýnar framlengt til þriggja ára

HSÍ, Olís og Sýn hafa framlengt samstarf sitt til næstu þriggja ára. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, skrifuðu samninga þess efnis í dag. Samstarf HSÍ, Olís og Sýnar...
- Auglýsing -

Valsmenn verða efstir

Samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olísdeild karla vinna Valsmenn Olísdeildina næsta vor, en spáin var kynnt á blaðamannafundi í hádeginu. Haukum er spáð öðru sæti og FH því þriðja. Nýliðum Gróttu er spáð neðsta sæti og...

Förum ekki á neitt flug

„Það er alltaf vilji til þess að vinna Meistarakeppnina en til viðbótar þá vildum við fyrst og fremst fá svör við ákveðnum atriðum sem við höfum unnið í upp á síðkastið, til að mynda varðandi varnarleikinn og við fengum...

Óðagot og agaleysi

„Mér fannst við alls ekki nógu góðir í leiknum þrátt fyrir ágæta byrjun. En svo fannst mér við detta alltof mikið niður,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari karlaliðs Vals eftir tveggja marka tap á heimavelli fyrir bikarmeisturum ÍBV í...
- Auglýsing -

Sanngjarn sigur ÍBV á Hlíðarenda

Bikarmeistarar ÍBV unnu Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í kvöld þegar liðið lagði deildarmeistara Vals, 26:24, í hörkuleik í Origo-höllinni við Hlíðarenda. Sigurinn var sanngjarn þar sem Eyjamenn voru sterkari í leiknum nánast frá upphafi. Þeir voru tveimur mörkum yfir...

Valur – ÍBV, textalýsing

Valur og ÍBV mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í Origo-höllinni kl. 18.30. Hægt er að fylgjast með textauppfærslu frá leiknum á hlekknum hér fyrir neðan. https://hbstatz.is/OlisdeildKarlaLiveScore.php

Sagan skrifuð hjá KA/Þór

KA/Þór vann í dag sinn fyrst stóra titil í meistaraflokki kvenna þegar liðið kjöldró þrefalda meistara Fram, 30:23, í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik. Óhætt er að segja að liðið hafi skrifað kafla í sögu sína með sigrinum, sex mánuðum...
- Auglýsing -

Leiktíðin flautuð af stað

Keppnistímabil handknattleiksfólks hér á landi hefst í dag þegar leikið verður í Meistarakeppni Handknattleikssambands Íslands. Í Meistarakeppninni mætast alla jafna Íslands- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar. Að þessu sinni mætast í kvennaflokki Fram, sem varð deildar,- og bikarmeistari síðasta tímabils...

Ekki með fyrir áramót

„Ég verð allavega ekki með fyrir áramót. Einfaldlega er brjálað að gera í vinnunni og síðan var ég að eignast dóttur rétt í þessu,“ sagði markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson þegar handbolti.is náði tali af honnum fyrr í dag. „Ofan á...

Rifar seglin alltént í bili

Handknattleiksmaðurinn Ari Magnús Þorgeirsson segir meiri líkur en minni vera á að hann leiki ekki í Olísdeildinni á komandi leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við handbolta.is í morgun. Hann hefur ekkert æft með Stjörnuliðinu í sumar. „Ég hef...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -