Katrine Lunde markvörður norska landsliðsins og Evrópumeistara Vipers Kristiansand heldur áfram að bæta eigið landsmet í fjölda landsleikja. Hún leikur á morgun sinn 342. A-landsleik þegar norska landsliðið mætir franska landsliðinu í vináttuleik í Bodø Spektrum. Lunde er 43 ára...
Jostein Sivertsen framkvæmdastjóri norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad segir félagið hafa verið heiðarlegt þegar sótt var um boðskort (wild card) um sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Hann mótmælir orðum Frank Bohmann framkvæmdastjóra þýsku deildarkeppninnar í samtali við Kieler Nachrichten...
Halldór Jóhann Sigfússon tók við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland í byrjun mánaðarins. Fyrsta æfing liðsins í sumar var í fyrradag en liðin í Danmörku er eitt af öðru að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Ekki veitir af því fyrstu...
Hart er sótt að norska handknattleiksliðinu Kolstad um þessar mundir. Ekki aðeins virðist fjárhagurinn vera í skötulíki heldur standa öll spjót að stjórnendum félagsins. Þeir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum til að öðlast keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu...
Eins og áður hefur komið fram þá er Króatinn Luka Cindric á leiðinni frá Barcelona. Samningar standa yfir milli hans og félagsins um starfslok sem mun vera hluti af sparnaðaráætlunum Barcelona sem þarf að draga nokkuð saman í útgjöldum....
Brasilíski landsliðsmaðurinn Leonardo Dutra hefur tekið sitt hafurtask í Skopje og kvatt Vardar-liðið. Dutra hefur samið við Al Ahli Club í Sádi Arabíu. Dutra er þriðji leikmaðurinn sem hefur yfirgefið Vardar á síðustu mánuðum. Hinir eru Filip Taleski and...
Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen mætir á morgun á sína fyrstu æfingu hjá danska liðinu Aalborg Håndbold. Jan Larsen framkvæmdastjóri félagsins staðfesti þessi gleðitíðindi í samtali við Ekstra Bladet í dag.Hansen, sem er af mörgum talinn fremsti handknattleiksmaður Dana á...
Svo vel þótti takast til á síðasta tímabili þegar bestu lið grannþjóðanna Spánar og Portúgal kepptu í fyrsta sinn um Íberubikarinn í karlaflokki að ákveðið hefur verið að koma á fót sambærilegri keppni í kvennaflokki sem fram fer í...
Lítt kom á óvart að Ungverjaland varð í dag Evrópumeistari í handknattleik kvenna, liðum skipuðum 19 ára og yngri. Ungverska landsliðið vann danska landsliðið með níu marka mun í úrslitaleik, 35:26. Danir sýndu tennurnar í fyrri hálfleik og voru...
Evrópumót kvenna í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára, verður til lykta leitt á sunnudaginn. Úrslitaleikir mótsins standa fyrir dyrum á laugardag og sunnudag.Leikur um 1. sætið, sunnudagur:Ungverjaland - Danmörk 35:26 (17:14).Leikur um 3. sætið, sunnudagur:Rúmenía - Portúgal...
Spænski handknattleiksmaðurinn David Fernandez sem leystur var undan samningi hjá Wisla Plock í nýliðinni viku hefur samið við FC Porto. Carlos Resende tók við þjálfun FC Porto á dögunum eftir að Svíinn Magnus Andersson var leystur frá störfum. Resende...
Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá forráðamönnum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, eftir að danska sjónvarpsstöðin TV2, í tveimur þáttum, fletti ofan af meintu veðmálabraski og hagræðingu úrslita sem virðist hafa átt sér stað innan handknattleiksins víða í Evrópu, m.a....
Ian Marko Fog hefur verið ráðinn þjálfari dönsku meistaranna GOG eftir nokkra leit forráðamanna félagsins að eftirmanni Nicolej Krickau sem tók við þjálfun Flensburg um síðustu mánaðarmót. Marko Fog er fimmtugur og fyrrverandi landsliðsmaður Dana sem lék á tíma...
Elín Klara Þorkelsdóttir er markahæsti leikmaður U19 ára landsliðs Íslands á Evrópumótinu í handknattleik í Rúmeníu. Hún hefur skorað 32 mörk í fimm leikjum og er áttunda á lista yfir markahæstu leikmenn mótsins. Lilja Ágústsdóttir er næst á eftir...
Í samtali við VG í Noregi viðurkennir Jostein Sivertsen, sem sér um dags daglegan rekstur meistaraliðsins Kolstad, að hann hafi fengið lán hjá félagi í eigu foreldra sinna um síðustu áramót svo Kolstad gæti mætt lágmarkskröfum norska handknattleikssambandsins um...