Olís karla

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áttatíu mörk í átta marka sigri Vals í toppslagnum

Valsmenn sýndu það gegn FH í kvöld að þeir hafa ekki misst niður dampinn í nærri 50 daga fríi frá leikjum í Olísdeild karla þótt e.t.v. hafi mátt halda það eftir dapran dag Valsara gegn Gróttu fyrr í vikunni....

Hleypur í skarðið fyrir Leonharð Þorgeir

Áður en lokað var fyrir félagaskipti í handknattleiknum hér heima um nýliðin mánaðarmót fékk FH örvhenta hornamanninn Alexander Már Egan að láni hjá Fram. Til stendur að Alexander Már leiki með FH til loka keppnistímabilsins í vor. Meginástæðan fyrir komu...

Íranskur markvörður bætist í hópinn

Einn þriggja nýrra liðsmanna Harðar á Ísafirði sem fékk leikheimild í gær, skömmu áður en félagaskiptaglugganum var lokað, er íranski markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani. Hann kemur til Harðar frá rúmenska liðinu HC Buzău. Babasafari er 35 ára gamall. Hann var...
- Auglýsing -

„Mjög erfið meiðsli og sársaukafull“

Róbert Aron Hostert, einn aðalmaður Vals, leikur ekki með Íslands- og bikarmeisturum næstu vikurnar og reyndar er alveg óljóst á þessari stundu hversu lengi hann verður frá keppni. Róbert Aron staðfesti við handbolta.is kvöld að hann væri með brjósklos...

Grótta fór illa að ráði sínu gegn meisturunum

Valsmenn getað þakkað fyrir stigin tvö sem þeir unnu í heimsókn sinni til Gróttu í Hertzhöllina í kvöld í fyrsta leik ársins í Olísdeild karla. Lokatölur 32:28, eftir að Grótta var með yfirhöndina í rúmar 50 mínútur, þar á...

Dagskráin: Grótta fær Íslandsmeistarana í heimsókn

Gerð verður önnur tilraun í kvöld til þess að hefja keppni á þessu ári í Olísdeild karla. Íslands- og bikarmeistarar Vals sækja þá Gróttu heim úr leik sem frestað var í 7. umferð í lok október vegna þátttöku Vals...
- Auglýsing -

Eyjamenn komast ekki til Ísafjarðar

Ekkert verður af því að keppni hefjist í Olísdeild karla í dag eins og til stóð. Viðureign Harðar og ÍBV sem vonir voru bundnar við að færi fram og hæfist í íþróttahúsinu á Torfnesi klukkan 15 í dag hefur...

Félagaskipti Frakkans til Harðar sitja föst

Frakkinn Leo Renaud-David leikur ekki með Herði frá Ísafirði á morgun gegn ÍBV í Olísdeild karla á Torfnesi eins og vonir forsvarsmanna Harðar hafa staðið til. Félagaskipti hans eru föst í félagaskiptakerfi Handknattleikssambands Evrópu, EHF, vegna þess að hann...

Verður áfram á Selfossi næstu tvö ár

Litháenski markmaðurinn Vilius Rašimas hefur framlengt samning sinn við Selfoss til ársins 2025. Rašimas er og hefur verið lykilmaður í meistaraflokki karla og einn af bestu markvörðum Olísdeildar karla undanfarin tímabil.  Rašimas er með meðalmarkvörslu upp á 32% og var m.a. valinn...
- Auglýsing -

FH-ingar mæta endurnærðir til leiks

Handknattleiksmenn FH koma endurnærðir og þar af leiðandi væntanlega fílefldir til leiks þegar keppni hefst að nýju í Olísdeild karla um mánaðamótin. FH-ingar eru þessa dagana á Puerto de la Cruz á norðurhluta Tenerife við æfingar. Þeir eru væntanlegir...

Molakaffi: Án covids, Reynir Þór, met hjá Svíum, brutu blað, Damgaard, Lauge

Íslenski keppnishópurinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð þarf ekki að hafa áhyggjur af covid á næstunni. Allir reyndust neikvæðir í gærkvöld við sýnatöku sem gerð var eftir að riðlakeppninni lauk. Næsta skimun verður eftir milliriðlakeppnina.  Reynir Þór Stefánsson...

Frakki bætist í hópinn hjá Herði

Hörður á Ísafirði hefur samið við franska handknattleiksmanninn Leo Renaud-David. Um er að ræða 35 ára gamlan mann sem kemur frá Bidasoa Irun á Spáni. Vonir standa til þess að Renaud-David verði gjaldgengur með Harðarliðinu þegar keppni hefst á...
- Auglýsing -

Ekki ástæða til að aðhafast vegna máls „tiltekins aðila“

Aganefnd HSÍ segir í úrskurði sínum, sem birtur er í dag að ekki sé ástæða til þess að aðhafast vegna máls sem kom upp í leik Kórdrengja og Harðar í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ 16.desember á Ásvöllum. Samkvæmt skýrslu dómara...

Molakaffi: Karlotta, Aldís, Ásdís, Jóhanna, Breivik, Hedin

Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir hefur verið lánuð til Olísdeildarliðs Selfoss frá Val út keppnistímabilið. Karlotta er tvítug og örvhent og getur bæði leikið í skyttustöðunni hægra megin og í hægra horni.  Karlotta er komin með leikheimild og lék sinni fyrsta...

Molakaffi: Aðalsteinn Ernir, Petrov, Tatarintsev, Santos Cañellas, Østergaard

Aðalsteinn Ernir Bergþórsson er handknattleiksmaður ársins 2022 hjá Þór Akureyri. Hann hlaut viðurkenningu á hófi í félagsheimilinu Hamri í gær þegar íþróttamenn félagsins voru heiðraðir. Aðalsteinn Ernir leikur með Þórsliðinu í Grill 66-deild karla.  Kostadin Petrov liðsfélagi Aðalsteins Ernis hjá...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -