Olís kvenna

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nú var ÍBV sterkara í framlengingu – mætir Val í úrslitum

ÍBV vann Hauka í æsilega spennandi framlengdum oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 27:23, og leikur við Val um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikurinn verður í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 22:22, í...

Dagskráin: Oddaleikur í Eyjum um sæti í úrslitum

ÍBV og Haukar mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18. Sigurliðið mætir Val í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsta viðureign verður á föstudagskvöld. Að undanskildum fyrsta leik ÍBV og...

Hildur Lilja til liðs við Aftureldingu

Handknattleikskonan Hildur Lilja Jónsdóttir hefur ákveðið að kveðja KA/Þór og flytja suður yfir heiðar og ganga til liðs við Aftureldingu, nýliða Olísdeildar kvenna. Hildur Lilja hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu eftir því sem greint er frá...
- Auglýsing -

Myndskeið: Drengskapur Selfossliðsins

Leikmenn Selfossliðsins sýndu drengsskap í gær í fjórðu viðureign liðsins við ÍR í umspili Olísdeildar kvenna. Þegar leikur hófst á ný eftir að Sólveig Lára Kjærnested leikmaður og þjálfari ÍR hafði fengið aðhlynningu vegna meiðsla átti Selfossliðið strangt til...

Lonac og Einar Rafn þau bestu – Dagur stefnir út fyrir landsteinanna

Matea Lonac, markvörður, var valin besti leikmaður KA/Þórs á keppnistímabilinu og Einar Rafn Eiðsson var valinn bestur hjá KA á lokahófi handknattleiksdeildar sem fram fór á dögunum og sagt er frá í máli og myndum á heimasíðu KA. Í...

Selfoss vann öðru sinni – oddaleikur á miðvikudag

Selfoss jafnaði í kvöld metin í rimmunni við ÍR í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri, 31:22, í fjórðu viðureign liðanna í Skógarseli. Af þessu leiðir að liðin mætast í oddaleik í Sethöllinni á Selfossi á miðvikudagskvöld....
- Auglýsing -

Markmiðið var að gera eitthvað óvænt

„Við vorum ákveðnar í að taka þátt í úrslitakeppninni til þess að gera eitthvað óvænt. Ég held að okkur hafi tekist þokkalega við það ætlunarverk okkar,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is eftir að lið hennar...

Framlengingin var algjörlega þeirra

„Framlengingin var algjörlega þeirra. Vörnin datt í sundur hjá okkur og við nýttum ekki færin okkar,“ sagði Sunna Jónsdóttir hin þrautreynda handknattleikskona hjá deildarmeisturum ÍBV eftir tap fyrir Haukum, 29:26, í framlengingu í fjórðu viðureign liðanna í undanúrslitum um...

Gott að klára þetta í fjórum leikjum

„Það var mjög gott að klára einvígið með almennilegum leik. Fyrri leikirnir voru svo spennandi að það reyndi mjög á hjartað í öllum, ekki síst áhorfendum,“ sagði Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals og landsliðsins eftir að Valur vann Stjörnuna,...
- Auglýsing -

Dagskráin: Flestra augu beinast að umspili karla og kvenna

Augu handknattleiksáhugafólks munu beinast að umspili Olísdeildar karla og kvenna í dag enda geta úrslit ráðist í þeim báðum. Víkingur og Fjölnir mætast í oddaleik í Safamýri klukkan 14 í umspili Olísdeildar karla. Úrslit fjórða leiksins réðust ekki fyrr...

Miklar breytingar hjá Stjörnunni – Er Hanna Guðrún hætt?

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði á kvennaliði Stjörnunnar í handknattleik frá lokum þessa tímabils og þangað til það næsta hefst í september. Eftir því sem næst verður komist lék Hanna Guðrún Stefánsdóttir sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna...

Oddaleikur í Eyjum á þriðjudaginn

Haukar knúðu fram oddaleik í undanúrslitarimmunni við deildarmeistara ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Haukar unnu á heimavelli eftir framlengingu, 29:26. Oddaleikur liðanna verður í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og hefst klukkan 18. Hvort lið hefur unnið...
- Auglýsing -

Dagskráin: Ráðast úrslitin í undanúrslitum eða kemur til oddaleikja?

Undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna halda áfram í dag með tveimur leikjum sem fram fara í Hafnarfirði og í Garðabæ. Heimaliðin í leikjunum, Haukar og Stjarnan, þurfa nauðsynlega að vinna leikina til þess að krækja í oddaleiki. Annars eru þau...

Áfall fyrir ÍBV – Birna Berg meiddist

Birna Berg Haraldsdóttir, handknattleikskonan sterka hjá deildar- og bikarmeisturum ÍBV, leikur ekki meira með liðinu í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildarinnar. Um leið ríkir óvissa um framhaldið hjá henni takist ÍBV að leggja Hauka og komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Í...

Margrét heldur áfram að verja mark Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur framlengt samningi sínum við Margréti Einarsdóttur, markvörð til næstu tveggja ára. Þetta eru góð tíðindi fyrir Haukaliðið sem stendur í ströngu um þessar mundir í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar. Margrét sem verið hefur aðalmarkvörður Hauka síðan hún kom...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -