Olís kvenna

- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór kemst ekki suður – Holtavörðuheiði er ófær

Ekkert verður af leik HK og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handknattleik sem fram átti að fara í Kórnum í kvöld. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er lið KA/Þórs í Staðarskála í Hrútafirði og fer ekki lengra....

Ásdís Þóra á leið til Svíþjóðar

Handknattleikskonan efnilega hjá Val, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lugi í Lundi í Svíþjóð. Hún gengur til liðs við félagið í sumar eftir að keppnistímabilinu lýkur hér á landi. Um er að ræða tveggja...

Burðarásar meiddir hjá FH

Þrír af burðarásum kvennaliðs FH í handknattleik glíma við meiðsli og hafa lítið sem ekkert leikið með liðinu í undanförum leikjum. Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, sagði við handbolta.is eftir leik FH við Val í gærkvöld að Brietney Cots hafi...
- Auglýsing -

Dagskráin: Frestað í Kórnum – tveir leikir í bænum og toppslagur í Grillinu

Tólftu umferð Olísdeildar kvenna sem hófst í gærkvöldi átti að ljúka með þremur leikjum í kvöld. Einum leik varð að slá á frest um hádegið þar sem lið KA/Þórs kemst ekki í bæinn vegna illviðris og ófærðar. Holtavörðuheiði er...

Sextán mínútur án marks

Valur fór upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna með öruggum sigri á botnliði FH, 33:14, í Origohöllinni í kvöld en um var að ræða upphafsleik 12. umferðar sem lýkur annað kvöld. Sextán mínútur liðu frá því að FH-liðið skoraði...

Dagskráin: FH-ingar fara í heimsókn á Hlíðarenda

Tólfta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld með einum leik á milli Vals og FH sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Aðrir leikir í þessari umferð verða háðir annað kvöld. Að loknum leikjunum annað kvöld tekur...
- Auglýsing -

Molakaffi: Markvörður Hauka til Minsk, Svíi fer frá Kiel, stefnir á kvennahandbolta

Annika Fríðheim Petersen, markvörður Hauka, hefur verið valin í færeyska landsliðið sem tekur þátt í forkeppni HM um aðra helgi. Færeyska landsliðið verður í riðli með landsliðum Hvít-Rússlands og Sviss. Leikið verður í Minsk í Hvíta-Rússlandi og komast tvö...

Handboltinn okkar: Hrós á FH og Ásgeir, framfarir dómara og Haukanna

43. þáttur af Handboltinn okkar kom út í gærkvöld. Í þættinum fóru Jói Lange og Gestur yfir 11. umferð í Olísdeild kvenna. Þeir lýstu yfir mikilli ánægju með baráttuandann sem FH stúlkur sýndu í leiknum gegn HK og hefðu...

Eftir þrautargöngu sprakk Valsliðið út

Eftir fimm leiki í röð án sigurs þá kom að því að gæfuhjólið snerist á sveif með kvennaliði Vals í dag þegar það sótti Stjörnuna heim í TM-höllina og vann öruggan sigur, 30:23, eftir að hafa verið yfir, 15:13,...
- Auglýsing -

Eyjakonur að komast á flug

ÍBV-liðið virðist vera að komast á flug aftur í Olísdeild kvenna því aðra helgina í röð vinnur liðið leik og að þessu sinni var það efsta lið deildarinnar, Fram, sem varð að sætta sig við að fara tómhent frá...

Haukar kræktu í stig í KA-heimilinu

Leikmenn Hauka sættu sig ekki lengi við að deila sæti með HK í Olísdeild kvenna í handknattleik. Haukar gerðu sér lítið fyrir og nældu í stig gegn öðru af tveimur efstu liðum deildarinnar KA/Þór og það í KA-heimilinu, nokkuð...

Ævintýralegt sigurmark í Kaplakrika

Kristín Guðmundsdóttir var hetjan í dag þegar hún bjargaði HK-liðinu fyrir horn með ævintýralegu sigurmarki á síðustu sekúndu leiks HK og FH í Kaplakrika, 24:23. Kristín skorað með langskoti af 15 metra færi og þar sem boltinn söng sigursöng...
- Auglýsing -

Dagskráin: Átta leikir í þremur deildum – toppslagur í Víkinni

Átta leikir eru á dagskrá í þremur deildum efstu deildanna tveggja á Íslandsmótinu í handknattleik. Heil umferð, fjórir leikir, verða á dagskrá í Olísdeild kvenna. Í Grill 66-deild kvenna verður væntanlega spennandi leikur þegar Grótta sækir ÍR heim...

Tveir í bann – aðrir sleppa

Tveir leikmenn úr Olísdeild karla verða að bíta í það súra epli að taka út leikbann í næstu umferð deildarinnar eftir að aganefnd HSÍ felldi úrskurð sinn á fundi í fyrradag. Úrskurðurinn var birtur í gærkvöld. Annarsvegar er um...

Fékk tilboð frá Fredrikstad

Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Fredrikstad Bkl sóttust eftir starfskröftum Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara kvennaliðs Vals, á dögunum. Var því m.a. slegið upp í Fredrikstad Blad eins og sjá má á meðfylgjandi skjámynd. Vildu þeir fá Ágúst til að taka við...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -