Olísdeildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hildur lék Gróttuliðið grátt

ÍR vann stórsigur á Gróttu í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna, 32:20 í Skógaseli í dag. Hildur Öder Einarsdóttir, markvörður ÍR, átti stórleik, varði 18 skot og skoraði auk þess tvö mörk. Má segja að stórleikur...

Leikjavakt: Átta liða úrslit á sunnudegi

Tveir leikir fara fram í dag í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar karla. Kl. 15: Valur - Haukar.Kl. 16: Fram - Afturelding. Handbolti.is fylgist með báðum viðureignum í textalýsingu á leikjavakt hér fyrir neðan.

Dagskráin: Fjórir hörkuleikir karla og kvenna

Áfram verður leikið í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í dag. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Haukum klukkan 15 og bikarmeistarar Aftureldingar sækja Framara heim í Úlfarsárdal. Aðeins líður klukkustund frá því að flautað verður til leiks...
- Auglýsing -

FH er komið yfir – vítakast Einars fór í stöngina

FH er komið með yfirhöndina í rimmunni við Selfoss í átta liða úrslitum Olísdeildar karla eftir nauman sigur á Selfossi, 30:29, í fyrstu viðureign liðanna í Kaplakrika í kvöld. Tæpari gat sigurinn ekki orðið. Einar Sverrisson gat jafnað metin...

Stjarnan lenti snemma í mótlæti og tapaði í Eyjum

ÍBV vann fyrsta vinninginn sem í boði var í rimmunni við Stjörnunnar í upphafsleik úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 37:33. ÍBV var yfir frá upphafi til enda og var einnig með fjögurra marka forskot að...

Dagskráin: Úrslitakeppni Olísdeildar fer á fulla ferð

Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag. Tvær viðureignir eru fyrirhugaðar. Aðrar tvær verða á morgun. Eins og áður þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitum til þess að komast hjá því að falla úr leik. Leikmenn...
- Auglýsing -

Molakaffi: Jens Bragi, Tryggvi, Ellefsen, Ólafur Andrés, Pytlick, Andersen

Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn úr leiktíðina 2025. Jens Bragi er aðeins 16 ára gamall en vakti verðskuldaða athygli fyrir mjög góða frammistöðu sem línumaður meistaraflokksliðs KA...

Heldur áfram að verja mark ÍR-inga

Markvörðurinn öflugi, Ólafur Rafn Gíslason, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR. Ólafur Rafn var einn besti markmaður deildarinnar og endaði með flest varin skot allra markmanna í vetur. Í samantekt HBStatz kemur fram að Ólafur...

Ellert tekur við af Vilmari Þór hjá ÍBV

Ellert Scheving hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV. Hann tekur við af Vilmari Þór Bjarnasyni sem lætur af störfum í lok keppnistímabilsins eftir fjögur annasöm ár. Ellert og Vilmar Þór starfa hlið við hlið næstu vikur meðan sá...
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörður Letta kveður Hörð eftir fjögur ár

Lettneski landsliðsmarkvörðurinn Roland Lebedevs hefur ákveðið að róa á ný mið eftir að hafa staðið á milli stanganna hjá handknattleiksliði Harðar á Ísafirði undanfarin fjögur ár. Lebedevs kom til Harðar þegar lið félagsins var að stíga sín fyrstu skref...

Rúnar bestur í Olísdeildinni samkvæmt tölfræði HBStatz

Rúnar Kárason leikmaður ÍBV er besti leikmaður Olísdeildar karla samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Í samantektinni er litið til allra tölfræðiþátta í 132 leikjum Olísdeildarinnar á keppnistímabilinu sem veitan tekur saman, jafnt í vörn sem sókn. Rúnar skoraði átta mörk að...

Molakaffi: Ásgeir, Viktor, Óskar, aganefnd, Johansson

Ásgeir Snær Vignisson skoraði tvö mörk fyrir Helsingborg þegar liðið vann Karlskrona á heimavelli í gær, 26:21, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Með sigrinum náðu Ásgeir Snær og samherjar forystu á nýjan leik. Þeir...
- Auglýsing -

Inga Dís gengur til liðs við Hauka

Unglingalandsliðskonan Inga Dís Jóhannsdóttir hefur ákveðið að segja skilið við HK og ganga til liðs við ungt og öflugt handknattleikslið Hauka sem gerði það gott í Olísdeildinni í vetur. Hittir fyrir samherja Inga Dís er ein af efnilegustu vinstri skyttum landsins...

Kveður ÍR og mun vera á leiðinni til Vals

Viktor Sigurðsson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við ÍR nú þegar liðið er fallið úr Olísdeildinni. Frá þessu er sagt á Facebooksíðu ÍR. Þess er getið að hann ætli að leika í Olísdeildinni á næstu leiktíð....

Birkir heldur kyrru fyrir hjá Aftureldingu

Handknattleiksmaðurinn Birkir Benediktsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við bikarmeistara Aftureldingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeildin sendi frá sér í kvöld. Birkir er enn einn leikmaður Aftureldingar sem kýs að vera um kyrrt. Afturelding hefur á...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -