Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópukeppnin hefst í dag – sjö Íslendingar í eldlínunni

Fyrstu leikirnir á Evrópumótum félagsliða í handknattleik fara fram í dag og á morgun þegar fyrri leikir fyrri umferðar undankeppni Evrópudeildar karla fara fram. Sem kunnugt er taka Íslandsmeistarar Vals ekki þátt í undankeppninni þar sem liðinu var veittur...

Molakaffi: Valur, Selfoss, Arnór, Aron, GOG, Grétar Ari, Lazarov, Smeets

Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar.  Dönsku...

Molakaffi: Sigvaldi, Oddur, Daníel, Grétar, Gísli, Ómar, Petrus, Bomastar, Kristensen, Bjarki

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann...
- Auglýsing -

Ennþá eru nokkrar vikur í Svein

Sveinn Jóhannsson er ekki byrjaður að leika með nýjum samherjum sínum í danska úrvalsdeildarliðinu Skjern og var þar af leiðandi ekki í eldlínunni í kvöld á sínum gamla heimavelli þegar Skjern vann SönderjyskE, 28:26, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Leikið...

Bjarni Ófeigur markahæstur í bikarsigri

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá IFK Skövde í kvöld þegar liðið vann IFK Ystad HK í þriðju og síðustu umferð annars riðils sænsku bikarkeppninnar á heimavelli í kvöld, 33:30. Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var einu sinni...

Molakaffi: Æfa í Albír, Þorsteinn, Sigvaldi Janus, Aldís, Ásdís, Ásgeir, Lovísa, Steinunn

Kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar og Fram fara til Albír á Spáni í dag. Þar verða þau í viku í Albír við æfingar og keppni áður Íslandsmótið í handknattleik hefst í Olísdeildum kvenna og karla í fyrri hluta næsta...
- Auglýsing -

Aron atkvæðamikill – Aalborg vann meistarakeppnina

Aron Pálmarsson lék afar vel fyrir dönsku bikarmeistarana í Aalborg Håndbold í kvöld þegar liðið vann meistara GOG, 36:31, í meistarakeppninni í danska handknattleiknum. Viðureignin markar upphaf keppnistímabilsins en keppni hefst í úrvalsdeildinni um mánaðarmótin. Aalborg Håndbold hefur hér...

Stendur ekki til boða samningur hjá ASV Hamm

Ekkert verður af því að þýska 1. deildarliðið ASV Hamm-Westafalen bjóði Hafnfirðingnum Guðmundi Braga Ástþórssyni samning að þessu sinni. Guðmundur Bragi var hjá Hamm-Westafalen í síðustu viku við æfingar auk þess sem hann tók þátt í tveimur leikjum á...

Molakaffi: Guðjón Valur, Norsten, Oddný Björg, fær ekki samning, Ágúst Ingi, Aldís Ásta, Ásdís

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach hefur krækt í sænska markvörðinn Fabian Norsten og samið við hann um að leika með liði félagsins næsta árið. Norsten hefur staðið vaktina hjá IFK Skövde.  Eftir að ungverski markvörðurinn Martin Nagy meiddist á...
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Bjarni Ófeigur, Ómar Ingi, Gísli Þorgeir, Viggó, Mittún

Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk í gær þegar pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce vann El Bathco Balonmano Torrelavega, 35:32, á æfingamóti á Spáni en þar var pólska liðið í nokkra daga við æfingar og keppni. Fyrir helgina tapaði Kielce fyrir...

Aðalsteinn fagnaði fyrsta bikar tímabilsins

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen tryggðu sér í dag fyrstu sigurlaunin í upphafsleik keppnistímabilsins í Sviss. Kadetten vann öruggan sigur á GC Amicitia Zürich, 32:25, í meistarakeppninni, þ.e. rimmu meistara og bikarmeistara síðasta tímabils. Kadetten...

Óðinn Þór er ristarbrotinn – aðgerð á fimmtudaginn

Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur og besti leikmaður Olísdeildar karla á síðasta keppnistímabili og landsliðsmaður, ristarbrotnaði á æfingu fyrir helgina og leikur ekki með svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen næstu tvo til þrjá mánuði. Óðinn Þór gekk til liðs við Kadetten...
- Auglýsing -

Mögnuð tilþrif Eyjamannins í Kassel – myndasyrpa

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði mark með órúlegum tilþrifum í gær þegar lið hans, Gummersbach, mætti Melsungen í æfingaleik í Rothenbach-Halle í Kassel í gær. Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan hátt að sveifla...

Molakaffi: Jóhanna, Kristján, Søndergard, Arnór, Tryggvi, Guðmundur, Aðalsteinn, Óðinn, Ólafur, Valur

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö  mörk fyrir Önnereds þegar liðið vann IFK Kristianstad, 33:16, í sænsku bikarkeppninnar í gær. Leikurinn fór fram í Kristianstad. Þetta var fyrsti leikur Önnereds í keppninni á nýrri leiktíð. Um leið var þetta fyrsti...

Molakaffi: Sigríður áttræð, Ásdís Þóra, Kristjana, Kristján Ottó, Elvar, Daníel, Poulsen

Áttræð er í dag Sigríður Sigurðardóttir fyrirliði Norðurlandameistara Íslands í handknattleik árið 1964 og leikmaður Vals. Sigríður er fyrsta konan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 1964 af Samtökum íþróttafréttamanna. Handbolti.is óskar Sigríði innilega til hamingju með stórafmælið. Ásdís...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -